Sameiningin - 01.03.1910, Page 21
*7
en Ijósa kenning guðs orðs. Sannleikrinn er sá, að
ímugustrinn á játningunum er að jafnaði samfara og
sprottinn af ímugusti á ýmsum kenningum ritningarinn-
ar sjálfrar. Er það greinilegt að minnsta kosti í þeim
árásum á játningarnar, er komið hafa fram i síðustu tíð
hjá vorri eigin þióð.
Að breyta játningunum, reynist þær ósamkvæmar
guðs orði, er sjálfsagt. En að afnema þær í einu og
öllu, án tillits til þess livort þær eru í samrœmi við guðs
orð eða ekki, er fjarstœða. Ekki sízt, þegar úrskurðar-
valdi ritningarinnar er hafnað um leið.
GAMLA TESTAMENTÍÐ SKOÐAÐ í ÞESS EIGIN LJÓSI.
Kafli úr bókmni „The Problem of the Old Testament“
eftir dr. James J. Orr. Lausl. þýðing eftir G. G.
(Framh.)
Yér höfum séð, að ekki verðr grein gjör fyrir þess
arri dásamlegu eining, sem er sérkenni biblíunnar, nema
fyrst sé gefinn gaumr að sögu þeirri og trúarbrögðum
sem biblían gjörir osss kunn, því að þar felst undrið
sjálft eða leyndardómrinn. Bókin á ekki sinn líka, a.f
því hún fjallar um trúarbrögð, sem ekki eiga sinn líka.
En snúum oss fvrst að sögunni. Þar verðr þegar í stað
fyrir oss augnamiðið, sem einkennir hana. „Hugmynd-
in um augnamiðið“—segir Dorner,—„er það, sem kalla
mætti sál lsraels.“ Það er að segja: augnamið eða til
gangr er hugmynd sú, er ræðr í sögu þjóðarinnar. Það
en þessi hugmynd, sem gjörir að einni heild bæði sög-
una sjálfa og eins bœkrnar, sem geyma hana. Ekki
hafa söguhetjurnar sjálfar ætíð vitneskju um tilgang
þennan; og enn fjær sanni er það, að þessi hugmynd sé
hvergi til orðin nema í hugum þeirra manna, sem skráðu
bœkrnar — að þeir hafi ofið hana inn í söguna. Því að
þetta umrœdda einkenni, augnamiðið, er ekki á yfirborði
biblíu-sögunnar — því er ekki svo háttað, að það geti átt
upptök sín í breytingum eða innskots-setningum ritar-
anna, eða kœnlegri samskeyting sögubrotá—, lieldr er
það óaðskiljanlegt frá aðalefni sögunnar, einn þáttrinn