Sameiningin - 01.03.1910, Page 22
í söguþræðimim. Það er, eins og Buslmell komst svo
heppilega að orði um mynd Ivrists í guðspjöllunum, lík-
ast fangamarki í pappírsörk, sem ekki verðr afmáð
nema örkin sjálf sé að engu gjör. Og ef aðal-drættirnir
í sögu ísraels eru ekkert annað en tilbúningr mannlegs
hugvits, þá er eftir að finna það andlega mikilmenni, er
gæti fundið slíkt upp. Ef einhver getr talið sjálfum sér
trú um, að vottr sá um augnamið, er vér finnum í ritn-
ingunni — hjálpræðis-fyrirætlan guðs, sein liggr eins og
rauðr þráðr í gegn um hana—, sé svo léttvæg hugsun og
grunnhyggin, að auðvelt og eðlilegt hefði verið hverjum
óbreyttum þjóðsagnaritara eða spáhneigðum umrenn
ingi, átta til níu liundruð árum fyrir Krist, að láta sér
slíkt til hugar koma, að setjast niðr og flétta þá hugmynd
inn í heilan sögubálk, og láta hana koma þar eðlilega út
— ef einhver getr talið sér trú um það, þá getum vér ekki
sagt um slíkan mann annað en það, að trú hans sé mikil,
næstum því eins mikil og trúin lijá gruflurum þeim, er
halda, að mynd Jesú í guðspjöllunum hafi sk;:pazt í kirk a,
sem var glundroða-samsafn af Gyðingum og heiðingjum,
og verið búin til úr munnmælasögum um góðan og vitran
meistara, eftir að hin sanna mvnd Jesú var grafin og
gleymd! i’essi grunntónn ritningarinnar er því alls
ekki mannaverk. Hann liggr í viðburðunum sjálfum og
kemr æ skýrar í Ijós eftir því, sem lengra er komið sög
unni, þar til loks að leyndardómrinn, „sem liulinn var
öllum öldum og kynslóðum“, er fullkomlega afhjúpaðr f
Kristi og hjáliiræði hans. Allir þeir biblíufrœðingar,
sem í sannleika bera skyn á hið andlega eðli trúarbragða
Israels, kannast við ]ietta augnamið, sem einkennir sögu
þjóðarinnar, og játa, að þetta atriði setji sérkennilegt
mót á trúarbrögð hennar og gjöri þau algjörlega frá-
hrugðin öllum öðrum trúarbrögðum.
Þetta einkenni liggr bersýnilega í aðal-dráttum sög-
unnar, er vér lítum vfir rás viðburðanna. Orundvöllr-
inn er lagðr í sögunni um sköpun heimsins, og liá-stig
þess verks í sköpun mannsins. Svo heldr sagan áfram,
skýrir frá falli mannsins, og rekr þroskun mannfólksins
í tvær áttir, í guðrœkni hjá niðjum Sets, og guðlevsi hjá