Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 1
ítmcimngin.
J/ú naðarrit til stuiTnings kirkju og kristindómi ísltndinga.
gefid út af hinu ev. lút. kirkjufélagi fsl. í Vestrheimi
RITSTJÓRI JÓN BJAltNASON. ~
XXV. ÁRG. WINNIPEG APRÍL 1910. Nr. 2'
KIRKJUÞING 1910.
Tuttugasta og sjötta ársþing hins evangelisk-lúterska kirkjufé-
lags íslendinga í Vestrheimi verðr, ef guö lofar, sett i kirkju Fyrsta
lúterska safnaðar í Winnipeg klukkan hálf-ellefu árdegis föstudag
17. Júní 1910. Þingið byrjar með opinberri guðsþjónustu og altaris-
göngu, sem ætlazt er til að allir prestar og fulltrúar safnaðanna taki
þátt í. Samkvæmt reglugjörð þingsins ber embættismönnum og
starfsnefndum kirkjufélagsins að leggja fram skýrslur sínar á fyrsta
degi þingsins — öðrum fundi. Erindsrekar safnaðanna gæti þess
að hafa með sér skilríki fyrir lögformlegri kosning.
Á þingi þessu verðr með hátíðar-guðsþjónustum og öðrum-
opinberum samkomum minnzt tuttugu og fimm ára afmælis kirkju-
félagsins. Er því vonazt eftir, að þingið \ærði fjölsókt, bæði af
kosnurn erindsrekum og gestum frá öllum söfnuðum kirkjufélagsins.
Nákvæmar verðr fyrirkomulag hátíðarhaldsins auglýst síðar.
Þetta tilkynnist hérmeð söfnuðum kirkjufélagsins.
Minneota, Minn., 5. Apríl 1910.
RJÖRN B. JÓNS-SON,
forseti kirkjufélagsins.
Fermingin.
Fermingin er fyrst og fremst játning, rannar ekkert
annað en játning. Ilún er hvergi beinlínis fyrirskipuö
í nvja testamentinu. Kaþólska kirkjan liefir engan staf
í g'uðs orði að bera fyrir sig, er hún gjörir ferminguna
að sakramenti. En í n. t. er hvervetna gjört ráð fyrir
því, að þeir allir, sem ákveða sig til trúar á Jesúm
Krist og vilja vera lærisveinar hans, gjöri þá játning