Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 27
59 róa öörum megin, afmyndast. Líka tók hann fram, að sá ¥ dagr gæti komiö, í stormi eða orrustu, ])á er nauðsynlegt yrSi aS láta hann róa hinum megin í skipinu, og ])á dygSi hann ekki til þjónustunnar.“ „'Þetta er sannarlega ný hugmynd. Eftir hverju öSru hefir þú tekiS hjá honum?“ „Hann er öllum félögum sínum hreinlátari." „í því er hann rómverskr" — sagSi Arríus meS sýni- legri velþóknan. „Veiztu ekkert um förtíS hans?“ Alls ekki neitt.“ Tríbúninn varS hugsandi, en sneri sér brátt viS til þess aS ganga til sætis síns; nam þó staSar allra snöggvast og niælti: „Ef eg verS uppá þilfari, þegar þjónustutíS hans næst er úti, sendu hann þá til mín. En láttu hann vera al- einan.“ Nálega tveim klukkustundum síSar stóS Arríus undir stafnmerki skipsins, og var þá svo skapi farinn sem sá, er veit á sér, aS örlögin eru aS þoka honum áfram nær og nær mikilvægum atburSi og aS fyrir hann er ekkert annaS aS gjöra en aS bíöa. ÞaS skap kemr sér ávallt svo einkar vel. Heimspekin blæs jafnlyndum manni þá í brjóst frábærri rósemi. Stýrimaör sat og studdi annarri hendi á snúru þá, sem lék á stýrissveifunum, sinni til hvorrar hliöar skipsins. f skugga seglsins lágu sjómenn nokkrir sofandi, og uppá ránni var maSr á veröi. Arríus var staddr hjá sólskífunni, er sett var upp undir stafnmerkinu til þess aS miða við rétta stefnu skipsins. Hann leit upp og sá, aS rœðarinn kom. „RóSrarstjóri nefndi þig hinn göfuga Arríus og sagSi, að það væri vilji þinn, að eg kœmi hingaS á þinn fund. Eg em kominn.“ Arríus virti fyrir sér manninn, sem var hár vexti og þunnleitr. ÞaS stirndi á hann í sólskininu og sterkum roða sló á kinnarnar. Hann dáöist aS útliti hans og hugsaSi um leiS um leiksviS skylmingamanna. Framkoma mannsins haföi þó enn meiri áhrif á hann. Málrómrinn bar þess vott, fannst honum, að rnaSr þessi hefði aS einhverju leyti veriS hluttakandi í gœöum menntalífsins. Augun voru björt, augnaráöið einkennilega frjálslegt, án þess þar kœmi ])ó fram nein frekja. í augum hins skarpskyggna, vald- bjóSanda, tignarlega tríbúns var ekkert þaS viS ásjónu hins unga manns, er rýrSi fegrS œskunnar, engin sektarmeSvit- und, engin ólund, enginn ógnandi svipr, aS eins merki þungrar og langvinnrar sorgar, er mótazt höfðu á andlitiS. Og höfSu andlitsdrættirnir fyrir þá sök orSiS mildari eins » og á myndum verör meS tímalengdinni. MeS sjálfum sér <51

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.