Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 7
39
mótbáru má beita gegn ölluin kraftaverkum af manna
völdum; en mótmælandi glevmir því, að bér er um guÖ
að rœða, sem allt skóp og ‘öllu heldr við’, liann, ‘er öllu
stjórnar með orði máttar síns’. Ekki sá'gúð, sem snið-
inn er eftir manninum, hugarsmíð náttúrufrœðinga,
heldr guð, sem kristnir menn trúa á samkvæmt því, scm
opinberað er í biblíunni. Sé fyrir mig við guð að eiga,
þá er til ónýtis fyrir mig að grennslast eftir því, hvernig
hann starfar. Hann á svo sem að sjálfsögðu jafn-hœgt
með að stöðva sólina á braut hennar án þess að raska
náttúrunni eins og barn að stöðva Jeikhnött án þess að
láta verða vatnsflóð.
Svo mörg og dásamleg voru kraftaverk Jesú, að
aldrei réðst neinn óvina hans á dögum jarðneskrar liolds-
vistar hans í að mótmæla þeim; þá er þeir komust í ó-
göngur, leituðust þeir við að gjöra guðlastandi grein
fvrir þeim, þar sem þeir kváðu satan vera að reka satan
út. Enn fráleitari er sú ímvndan, að slíta megi krafta-
verkin út lir umbúðum þeirra í guðspjöllunum og íhuga
þau út af fyrir sig. Menn gjöri eins og eg hefi gjört:
Taki penna smágjörvan og svart blek og undirstriki allt
það í guðspjöllunum, sem yfirnáttúrlegt er; renni síðan
í snatri augum yfir blaðsíðurnar og gæti að, hve undr-
um-þrungnar þær eru. Þótt ekki sé meiri rannsókn við
höfð en það, þá sést þó skýrt, að eins og guðspjöllin sjálf
augsýnilega liafa sérstakan tilgang livert um sig, og
sýna oss líf Krists og starf frá mismunanda sjónarmiði,
eins er sömu kraftaverkunum þar með ýmsu móti raðað
niðr og svo frá þeim skýrt, að orðið gæti þessum megin-
tilgangi til stuðnings. Kristinn maðr kemst að raun
um, að guðspjöllin eigi algjörlega heima í yfirnáttúr
legu andrúmslofti.
Gætum allra snögg'vast að, livernig kraftaverkin eru
notuð í Matteusar guðspjalli; eins og fyrsta versið sýnir
kemr það rit með fagnaðarboðskapinn um hinn fyrir-
heitna konung, er sendr var hingað á jörð niðr, þá er
tíminn var kominn, til þess að taka hér við stjórn. Hin
mikla stjórnarskrá hans — eða Magna Charta — er í 5.,
6. og 7. kap. þess guðspjalls; og hafði aldrei áðr á jörðu