Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 16
48 auk þess, að í kenning Zóróasters birtast þessi tvö hug tök að mestu leyti sem náttúrukraftar — og lijá því varð ekki komizt á tvískiftum grundvelli—, þá tekr hugmynd in engum þroska, myndar ekki þráðinn í neinni sögu, tekr ekki á sig gervi neinna ráðstafana, er komist í sögu- lega framkvannd. Samanburðrinn leiðir frábærleik biblíu-trúarbragðanna enn skýrar í Ijós. 3. Markmið lijálpræðis guðs, markmið alls náðar verks hans mönnunum til handa, er að gjöra manninn heilagan. Þar komum vér að þriðja markverða ein- kenninu á trúarbrögðum gamla testamentisins og biblí- unnar í heild sinni, er hún se.tr trú og siðferði í órjúfan- legt samhand. Enginn liörgull er á trúarbrögðum, sem ekjci snerta siðferði að neinu levti; einnig erum vér þaul- kunnugir siðferði, sem fegið vill losa sig við alla trú. En þó missa fá af merkustu trúarbrögðum heimsins al- gjörlega sjónar á þessu sambandi milli trúar og siðferð is. I gegn um alla mannkynssöguna birtist víðast livar þokukennd hugmynd um að guðirnir muni varðveita og launa það, sem gott er, og ekki þyrma illvirkjanum. En trúarbrögð biblíunnar eru að því leyti frábær, að sain- handið milli triíar og siðferðis ræðr þar lögum og lofum. Þeir, sem vaknað hafa til meðvitundar um gildi siðferð- is, munu telja það sjálfsagt, að engin trú sé nokkurs virði, nema hún veiti siðferðishvötum liðsinni, nema liún jafnvel láti ekki staðar numið við skyldukvaðir, sem snerta lífið hið ytra, heldr feli allt siðferði í skauti sér, gjöri það að auglýsing vilja guðs og ímynd veru hans, og telji siðferðislega hlýðni óhjákvæmilegan ])átt í þjón- ustu hans. En ekki má gleyma því, að þessi skoðun á trúarbrögðunum hefir ekki ætíð verið ráðandi, og að það1 er að mestu leyti að þakka áhrifum biblíunnar og trúar- bragða hennar, sem hafa gjört siðferðishugmvndir vor- ar göfugri og hreinni, að vér liöfum lært að glöggva oss svona vel á þessum sannleik. Þegar á fyrstu blaðsíð unum, áðr en orðið ,.lieilagr“ kemr fyrir, segir gamla testamentið syndinni stríð á hendr, hvort sem hún birtist í verknaði, eða leynist í fvlgsnum hjartans. Guð tekr að sér réttláta menn, eins og Abel, Enok og Nóa, og sér

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.