Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 25
57 Fyrsta lút. safn. í W.peg $46.30, frá Fríkirkju- og Frelsis-söfnuðum $26.10, frá Immanúelssöfnuði í Baldri $11.15. Lciðrétting: Fyrir framan þættina af Ben Húr i blöðunum frá Febrúar og Marz stendr „Önnur bók“, sem er prentvilla í staðinn fyrir hriðja bók. <& 7 ð BEN H Ú K . Þriðja bók. (Framhald.) Áðr en hann vissi sjálfr af var hann farinn að setja sig í fœri til að sjá beint framan í manninn. Höfuð hans var vel lagað og fór ágætlega á hálsinum, sem hið neðra var þrekinn; enda var yndislegt eftir því að taka, hve þýð- legar voru hreyfingarnar, er hann sveigði höfuðið til. En er til hliðar var á hann horft, sýndi það sig, að andlit hans bar þess vott að megindráttum til, að hann var úr Austr- löndum, og i svipnum birtist sá þýðleikr, sem ávallt hefir verið talið merki göfugs ætternis og viðkvæms anda. Við þessar athuganir sökkti tribúninn sér ósjálfrátt dýpra niðr í efnið, sem nú lá fyrir honum til rannsóknar. „Á þennan pilt lizt mér vel“ — sagði hann við sjálfan sig—; „það sver eg við guðina. Hann ætti að reynast vel. Eg skal fá að vita meira um hann.“ Samstundis fékk tribúninn tœkifœri það, er hann hafði verið að bíða eftir, til að sjá framan í róðrarmanninn, því rœðarinn sneri sér við og leit til hans. „Það er þá Gyðingr! og ekki enn fulltíða!“ Tribúninn einblíndi á róðrarmanninn. Við það stoekk- uðu augu þrælsins, hann kafroðnaði í framan upp fyrir augu og árin varð snöggvast hreyfingarlaus i höndunum á honum. En allt í einu heyrðist hvatskeytlegr hvellr: róðr- arstjóri hafði slegið hamri sínum í borðið. Rœðari tók viðbragð, hann leit undan yfirmanninum, sem var að virða hann fyrir sér, og eins og hann hefði orðið fyrir ávítum lét hann árina siga niðr í sjóinn, þótt hann að eins til hálfs hefði áðr lagt hana flata. Þá er hann að nýju leit til tríbúnsins, varð hann miklu meir forviða: tríbúninn svaraði augnaráði hans með góðlátlegu brosi. Meðan þetta gjörðist, var galeiðan á leiðinni inn í Messína-sund; hún leið íéttlega fram hjá bœnum, sem sund það er við kennt; siðan var henni innan skamms stýrt austr á við, og mátti þá sjá reykjarstrókinn upp úr Etnu í sjóndeildarhringnum aftr undan skipinu. í hvert sinn, sem Arríus kom uno á pallinn í lyfting- unni, tók hann að nýju að virða róðrarmanninn fyrir sér, og sagði aftr og aftr við sjálfan sig: „Það er fjör í þess- ^

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.