Sameiningin - 01.04.1910, Side 30
62
» hönd var það, sem varpaði þeim til jarðar! Eg“—
„Játar þú sök þína?“ — spurði Arríus með miklum al-
vörusvip.
Mikið var að sjá ummyndanina, sem nú varð á Ben
Húr; hún var svo snögg og stórkostleg. Hann brýndi rödd-
ina. Hann lyfti upp liöndum og kreppti hnefana. Hver
taug titraði. Eidr brann úr augum hans.
„Þú hefir heyrt getið um guð feðra minna“ — sagði
hann—, „hinn eilífa Jehóva. Eg skírskota til hans, sem er
sannleikrinn og almættið, hans, sem með kærleika sínum
hefir verið með ísrael frá upphafi, og vinn eið að því, að
eg em saklaus.“
Tríbúninn komst við sterklega.
„Ó, göfugi Rómverji!“ — hélt Ben Húr áfram—. „Gef
mér ofr litla trú og send mér ljós inn í myrkr mitt, sem
verðr æ dimmra og dimmra með degi hverjum!“
Arríus sneri burt og gekk út á þilfarið. En allt í einu
stóð hann kyrr og spurði:
„Var réttarfars-rannsókn höfð í máli þínu?“
„Nei!“
Rómverjinn lyfti höfði, forviða.
„Ekkert próf — engir vottar! Hver dœmdi þig?“
Þess er að minnast, að aldrei höfðu Rómverjar lögin
og ákvæði þeirra eins mjög í heiðri og eftir að þeim var
tekið að hnigna.
„Þeir lögðu á mig fjötra og teymdu mig inn í hvelfing
eina í Fangaturninum. Engan sá eg. Enginn talaði við
mig. Næsta dag fóru hermenn með mig til sjávar. Eg
hefi verið galeiðuþræll ávallt síðan." ,
„Hvað hefðirðu getað sannað ?“
„Eg var drengr, yngri en svo, að hugsanlegt væri, að
eg ætti þátt í samsœri. Gratus var mér ókunur. Þótt eg
hefði viljað deyða hann, þá var hvorki tími né staðr til þess
þá og þar. Hann var á hestbaki og legíónin allt í kring um
hann. Og þetta var um hábjartan dag. Eg hefði með
engu móti getað flúið. Eg heyrði til þeim hluta þjóðar
minnar, sem vinveittastr var Rómverjum. Föður minum
hafði verið sýndr mikill sómi til launa fyrir þjónustu þá, er
hann hafði veitt keisaranum. Við áttum miklar eignir,
sem við myndum missa. Algjör ógæfa vofði yfir mér, móð-
ur minni og systur. Eg hafði enga orsök til að ganga með
illræðishug, en á hinn bóginn hefði það að hugsa til eigna
minna, fólks míns, eigin lífs míns, samvizkunnar, lögmáls-
ins, sem fyrir son ísraels er andardráttr lífsins, hlotið að
halda mér aftr, þótt hin sterkasta tilhneiging hefði í mér
$ verið til að drýgja þennan glæp. Eg var ekki vitstola. *