Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 6
3« og daufir heyra, og dauðir upprísa og fátœkum er boðað fagnaðarerindi. Og sœll er sá, sem ekki hneykslast á mér.“ Kraftaverkin liafa ætíð verið hinir óviðeiganlegu vottar guðdómsins, sem hann hiklaust eignaði sér sjálfr. Því er það, að allir þeir menn, sem í liðinni tíð voru því andvígir, að við það væri kannazt, að hann sé Kristr, sonr hins lifanda guðs, hafa lagt sig fram txl að vekja ótrú á kraftaverkunum og ógilda þau, og eins mun ávallt framvegis verða um alla með sama hugsunarhætti. Hver, sem dregr f jöðr yfir kraftaverkin öll, þurrkar með því út hina dýrmætu sögu um auðmýkt, kærleik og miskunnsemi Krists gjörvalla; þá hverfa og um leið mikilvægustu kenningarnar um trúna og vald hans eins og það birtist þá er hann umgekkst menn liér á jörðu. Eftir verða þá að eins orð hans án verka hans, en engin opinberan hins nýja og nána sambands guðs og manna eins og sú, er kom fram við það, er hann tók á sig veik- leik vorn og bar sóttir vorar. Kraftaverk Krists eru í ritningunni nefnd ták.n (eða jarteinir), af því að þau benda eins og vegavörður á annað enn meira, sem er að baki þeirra, en það er það, að sonr guðs sé í raun og veru kominn af himnum ofan til þess að dvelja hér manna á meðal (Immanúel—guð með oss). Máttarverk eru þau einnig nefnd af því að máttr guðs hefir í því birzt, að hann frelsaði manninn frá afleiðingum svndarinnar — frá því að vera hald'nn illum anda, frá sjúkdómi og dauða; svo og af því að vald skaparans var nálægt til þess að gjöra það við skepnur hans, sem honum þóknaðist: Vatnið verðr að víni. ó- sjórinn er lægðr, hann gengr á vatninu, peningr til skatt- gjaldsins í rnunni fiskjarins. Undr nefnast þau og fyrir þá sök, að almenningr sagði: „Aldrei áðr höfum vér annað eins séð.“ Svo eðlisþxxng eru kraftaverkin, að þau eru varnai'virki kenningar hans, og svo dásamleg er kenning hans, að hún heldr kraftaverkunum uppi bæði að fornu og nýju. Sumir hafa það á móti kraftaverkxxm, að með þeim sé varpað bxxrt óbreytanlegu náttúrulögmálinu. Þeirri

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.