Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 11
43
Hvernig stendr á því, ;ið engiu kraftaverk koma
fyrir á vorum dögum? Eg veit ekki; eg get og ekki
sagt, livort svo er í raun og veru; en eg trúi því, að ef
þau á annað borð gjörast nú, þá hljóti þau að veitast
einstaklingum þeim, sem snúa sér til föður síns og þakka
honum fyrir náð hans, en fara ekki með auglýsing um það
fram fyrir almenning. Satan hefir á öllum öldum verið
önnum kafinn við framkvæmdir fals-undra, en þau full-
nœgja hvorki skilningi né anda, sem hin sönnu undr í
guðspjöllunum gjöra.
Margir þeirra, sem trúa á þessi nútíðar-fyrirbrigði,
er nefnd eru kraftaverk, eru með ötlu sokknir niðr í liið
auma tíkamstíf sitt — það dylst mér ekki — og hinar
andlegu sýnir þeirra virðast ekki til muna risa upp yfir
kröfur munns og maga. Sannkristinn maðr biðr guð,
er liann er sjúkr, að veita sér lækning, og hvort sem
hann fær það, er hann tiefir beðið um, fyrir sýnileg með-
ul eða ekki, þakkar hann drottni árangrinn, og er þess
engu síðr fullvís, að það er af sérstakri náð hans, er
honum er levft að lifa og halda áfram að þjóna honum.
Ekki veit eg það víst, bvort það kemr enn fyrir
í Kína, Tndlandi og Afríku, að menn sé haldnir illum eða
óhreinum öndum, en eg get bezt trúað því, að svo sé.
Og ekki þœtti mér neitt ótrúlegt, þótt svo reyndist, að
síðar meir, er menn hafa aflað sér meiri þekkingar en
nú, verði margir vitfirringar, sem uppi eru á vorri tíð,
taklir hafa alveg samskonar sjúkleik.
Mesta undrið, sem fyrir getr komið, veit kristinn
maðr, er það, hve dásamleg brevting verðr við það, er
mannleg sál snýst frá þjónustu satans og syndinni til
Krists. í augum heiðins manns er það kraftaverk mest,
er honum birtist líf Krists f lífi sanntrúaðs iærisveins
hans, sem hefir þau áhrif á hann, að hann tekr að biðja
‘abba, faðir!’
„Sá, sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk,
sem eg gjöri; og liann mun gjöra meiri verk en þessi, því
eg fer til föðursins.“ Kristniboðs-starfið í heiminum á
vorri tíð er uppfylling þess fyrirheitis.