Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 2
34
opinberlega í ‘söfnuði heilagra’ og kanmst við Krist
fyrir mönnum.
Fermingin er það form játningarinnar, sem endr
fyrir 'löngu komst á í kirkjunni. í kaþólskum sið var í
þá atliöfn lagðr einstrengingslegr skilningr og klerka-
vald gjörði úr lienni þrældómsok. í fyrstu hugðust sið
bótarmennírnir að útrýma lierini með öllu vegna þess, hve
mjög hún hafði verið misbnikuð. Þó ruddi fermingin
sér aftr til rúms í lútersku kirkjunni og hefir þar ávaltt
verið gagnlegr helgisiðr. Mesta gagn fermingarinnar
hefir verið fólgið í þeirri kristilegu uppfrœðslu, sem
börn hafa fengið á undan ferming, þótt þeirri frœðslu
ha.fi oft verið sérlega ábótavant, einkum þegar hún hefir
að mestu leyti verið fólgin í þululærdómi. í þjóðkirkj
unni hafa ríkisvöld stundum gjört ferming að skilvrði
fyrir borgaralegum réttindum. Á íslandi var barna-
fermingin innleidd með konungsbréfi 9. Júní 1741. Vald-
boð slík og “konungabréf“ eru vitanlega gagnstœð öll-
um anda evangelisks kristindóms.
Fermingin getr ekki haft gildi að öðru leyti en ]>ví,
að hún sé kirkjulegt form lærisveins-játningarinnar, sem
gjört er ráð fyrir í nvja test. En ekki má skilja það
svo, að sú játning megi alls ekki taka sér annan Inining.
Sjálfsagt mætti játning sú koma fram á einhvern annan
hátt, ef betr virtist fara á því. En fermingin er bæði
fagr og gagnlegr búningr lærisveins-játningarinnar. Þar
er játningin fótgin í því að endrtaka skírnarheitið. Að
boði drottins vors Jesú Krists og dœmi postulanna skír
um vér ungbörnin, og metum það óumrœðilega náð að
mega fœra þau þríeinum guði í sakramenti því, er Kristr
hefir sjálfr þar til stofnað. Fyrir skírn sína þakkar
kristinn maðr guði sínum meðan hann lifir. Svo finnst
manni þá líka bezt viðeigandi, að skírnarjátningin sé
notuð til þess ungmennið með henni beri fram sína per-
sónulegu og sjálfstœðu lærisveins-játning, þegar það
þroskast svo að vizku, að það fer að finna til persónu
legrar ábyrgðar tilveru sinnar og augu ])ess opnast til
að sjá leyndardóma trúarinnar.
Einhliða og óeðlileg áherzla hefir einatt verið lögð