Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 4
36 s]ys, henti einhvern, sem þessa játning liefir gjört á fermingardegi, að falja frá trúnni, þá væri hann ekki lieitrofi, þótt hann hafi lýst yfir þessarri trú sinni, þeg- ar hann hafði hana. Og vér megum að jafnaði vera þess fullvísir, að þessi játning trúarinnar er einlæg lijá fermingarbörnum, því börnunum, af því þau eru tiltölu lega lirein og saklaus, veitir létt að trúa á himneskan föður sinn, elska frelsara sinn og meðtaka heilagan anda. Það er spilling lífernisins og skemmd hjartans, sem oftast veldr vantrúnni, slítr mann úr barns-sam bandinu við guð. 3. spurningin: „Viltu standa stöðugr í þessum skírn- arsáttmála þínum allt til þinnar dauðastundar ?“ Viltn það? Er það einlæg löngun hjarta þíns á þessarri stundu? Langar þig til þess, að með guðs hjálp getiv þú lifað til æfiloka sem guðs barn! Líka þetta er játn ing, en ekki skuldbinding, játning, sem ætti að hafa blessunarrík áhrif á allt líf manns. Með þessu vildi eg reyna að útrýma þeim misskiln ingi fermingunni viðvíkjandi, sem eg veit til að á heima hjá sumu góðu fólki. Eg vildi sýna fram á, að ferming- in er játning og ekki annað, játning þess, að maðr liafi óbeit á óguðleikanum, trúi á þríeinan guð og vilji, að svo megi ávallt vera. En hve heilög og dýrðleg er þessi góða játning, og live gleðilegt að lievra, að svo hugsi og vilji börn vor nú. Framtíðin er öllum hulin nema guði einum. Tár kunna að hrynja af augum foreldra og vina út af um- hugsaninni um allt liið illa, sem livervetna umkringir börnin. En eins og móðirin, sem vissi barnið sitt i háska á sjávarströndinni, segjum vér: „Barnið á Jes- úm að bróður; hann bjargar því heim til móður.“ Hon- um, sem fvrir þau leið og dó og oss hefir verið athvarf í öllu freistingastríði, felum vér trúarörugg börn vor og fylgjum þeim biðjandi, þegar þau ganga inn að altarinu til að gjöra lærisveins-játninguna góðu á fermingardegi. B. B. J.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.