Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 17
49 xnálstað þeirra borgið. Hann lætr refsidóm sinn dynja í steypiflóði yfir syndum-spillta jörð. Hann leggr í auðn óguðlegar borgir eins og Sódóma og Gómorra. Hann krefst þess af Abraham, að bann „gangi fyrir sér algjör“ (1. Mós. 17, 1). Abraham vitnar það um hann, að dómari alls lieimsins muni gjöra rétt (1. Mós. 18, 25), —sjá endrskoðuðu þýðinguna ensku). Með áframhald- andi opinberun kemr það æ betr í ljós, hve órjúfanlegt er sambandið milli trúar og siðferðis. Aldrei hefir sið gœði verið í eins miklum hávegum haft, aldrei hefir breytni manna verið sett eins háleitt markmið, aldrei hafa kröfur trúar og siðferðis runnið eins algjörlega saman í eitt, eins og í þeim lireinu og háfleygu kenning- um, sem vér finnum í Sálmunum og hjá spámönnunum. „Hann hef'ir kunngjört þér, maðr! livað gott sé, og hvað heimtar drottinn annað af þér en a.ð gjöra rétt, að ástunda kærleik og framganga í lítillæti fyrir þínum guði?“ (Mik. 6, 8). Svona löguð trúarbrögð — svona háfleyg í hugmyndum sínum um guð, svona nærgætin við þarfir mannsins, svona fullnœgjandi í ráðstöfunum sín um til frelsunar mönnunum, svona lieilög í eðli sínu, svona himinliá í siðferðiskröfum sínum — voru vissulega aldrei uppfundning mannlegs hyggjuvits. Þau eru langt fyrir ofan manninn; liann getr aldrei risið svona hátt. Jafnvel þótt hann hefði getað komizt að liug- myndinni, þá gat liann þó aldrei leitt liana fram á sjón- arsvið lífsins í sögulegum viðburðum, eins og gjört er í ritningunni. (Me'ira.) Fólkið á Indlandi. Eftir séra Friðrik Hallgrímsson. Indland er eitt af stœrstu ríkjum heimsins. Það er að stœrð 1,766,597 fermílur. Ibúar en; um 300 milíónir, eða nálægt 1/5 alls mannkynsins. Landið er því þéttbvlt mjög, — nálægt 176 manns að meðaltali á fermílu. Ekki er allt þetta fólk af einum kynþætti kom- ið, heldr er þar mesti aragrúi af kvnflokkum og tungu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.