Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 8
40 heyrzt annað eins samsafn af lífssannindum, ekkert slíkt hefir Tsíðan verið borið fram, er þar við jafnist, né heldr hefir heimrinn gjört neina tilraun til að fara eftir þeim kenningum. Þá er Kristr framkvæmdi fyrsta kraftaverkið, sem í því guðspjalli er skýrt frá, snart hann hvern einstakling mannkynsins um leið og hann rétti út höndina, kom við líkþráa manninn og sagði: „Eg vil, veriu hreinn.“ Menn gæti að merking skipunarinnar, sem þar með fylgdi: „Varastu að segja þetta nokkrum, heldr farðu og svndu þig prestinum, og fórna gjöf þeirri, sem Móses bauð þeim til vitnisburðar.“ Hvílíkt tákn! Líkþrár maðr hreinsaðr! Vissulega var konungrinn til þeirra. kominn og sýndi sig fyrst yfirmönnum lýðsins, sem hefði átt að vera til þess búnir að veita honum viðtöku. Gætum svo hins vegar að guðspjalli Markúsar, sem flytr hin gleðilegu tíðindi um þjón guðs, eins og tekið er fram í fyrsta versi fyrsta kapítula: „Upphaf fagnað- arboðskapar Jesú Krists, sonar guðs.“ Þar birtist oss ekki takmörkuð þjónusta leiguliða, heldr takmarkalaus þjónusta, sem sonr innir af hendi af náð. Hér byrjum vér einnig í miðju kafi; allt af er verið að vinna. Frá fyrsta kapítula til hins ellefta er enginn kapítuli, sá er ekki skýri frá einhverju kraftaverki. Fyrsta kraftaverkið þar er sýnishorn af því, hvað heimrinn er án guðs, þar sem hann er að sökkva sér niðr í forað óhreinleikans; jafnvel það, sem telr sig trú, er sauri atað. Kraftaverkin urðu prófsteinar, er gjörðii opinbert guðleysi þeirra, er áðr höfðu sýnzt allra manna réttlát astir. Þetta er augsýnilegt, þar sem verið er í þriðja kapítulanum að segja frá lækning mannsins með visnu höndina, því þar kemr í Ijós harðúð hjartna þeirra, og Farísear með allri sinni trúrœkni hafa samtök við heims- börnin, fylgismenn Heródesar, til þess að gjöra út af við hann. Óhreinir andar og djöflar, siðvandir sérgœðing- ar og guðlausir menn — það eru öflin, sem Jesús varð að eiga í höggi við (Mark. 8, 18). Tvö síðustu kraftaverkin eru þar sérstaklega lær-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.