Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 29
6i
■ svo sem þurfti, horfði hann framan í tríbúninn og tók til ®
máls:
„Mér var kennt um, að eg hefði gjört tilraun til aS
veita Valeríus Gratus landstjóra banatilræði."
„í?ú!“ — sagði Arríus hátt, enn þá meir forviða, og
lirökk undan lítið eitt. — „Þú sá morðingi! Sú saga kvað
við í Róm hátt og lágt. Hún kom til mín, þegar eg var á
skipi mínu yið Lodínum.“
Þeir horfðu hvor á annan þegjandi.
„Eg hugði Húrs ætt upprœtta af jörðinni“ — mælti
Arríus, er hann rauf þögnina.
Angrblíðar endrminningar komu streymandi fram úr
djúpinu í sál hins unga manns og báru karlmennsku-lund
hans ofrliði. Það tindruðu tár á kinnum hans.
„Móðir mín, — hún móðir mín! Og Tirza litla, elsku-
systir mín ! Hvar eru þær? Herra tríbún ! Göfugi tribún !
Ef þú veizt nokkuð um bær“ — hann knýtti hendr sinar
fast saman til fyrirbœnar—, „þá segðu mér allt, sem þú
veizt. Segðu mér, hvort þær eru á lífi, og, ef þær eru lif-
andi, hvar eru þær? Og hvernig líðr þeim? Ó, eg bið,
segðu mér það.“
Hann fœrði sig nær Arríusi, svo nálægt honum, að
hendr hans snurtu skikkju tríbúnsins, þar sem hún hékk
niðr frá handleggjunum krosslögðum.
„Þrjú ár eru liðin frá hinum hræðilega degi“ — hélt
liann áfram, — „þrjú ár, herra tríbún! og hver stund þeirra
ára eins og æfilöng eymd, — og alla þessa tíð ekki eitt orð
frá neinum, hvorki hátt né lágt. Ó, ef vér að eins gætum
sjálfir gleymt, þegar oss er gleymt! Gæti eg að eins byrgt
fyrir augun, svo eg sæi ekki þá sjón, þegar systir mín var
frá mér slitin og móðir mín leit til mín í síðasta sinn! Eg
hefi fundið drepsóttina anda á mig og skipið engjast sundr
og saman i orrustu. Eg hefi heyrt storminn lemja sjóinn,
hlæjandi. þegar aðrir voru biðjandi. Dauðinn hefði verið
niér frelsan. Beygja árina, — já, beita allri orku til þess,
ef verða mætti, að skuggamyndir þeirra atburða, er gjörð-
ust þann dag, hætti að elta mig. Hugsa um það, hve lítið
getr orðið mér að liði. Segðu mér, að þær sé dánar, ef svo
er, því ekki getr þeim liðið vel eftir að eg em týndr. Eg
hefi heyrt þær kalla á mig á nóttu. Eg hefi séð þær gang-
andi á sjónum. Ó, ekkert er eins satt og ást móður minn-
ar! Og hún Tirza — eins og angan hvítrar lilju var and-
ardráttr hennar. Hún var yngsta pálmaviðargreinin — svo
blómleg, svo viðkvæm, svo yndisleg, svo fögr! Hennar
vegna var mér dagrinn stöðugr morgun. Þegar hún kom
* og þegar hún fór, þá var í því hljóðfœrasláttr. Og mín $