Sameiningin - 01.04.1910, Blaðsíða 18
5°
málum. Af því leiðir, og eins af víðáttu landsins, að
crvi’tt er að segja nákvæmlega frá þj.óðum og siðvenjum
í stuttu máli; það, sem er landsvenja á einum stað, þekk
ist stundum ekki á liinum landsendanum; margt er þar í
því efni jafn-ólíkt og í Manitoba og á Kyrrahafsströnd-
inni. Ólíkum lifnaðarháttum valda líka hin gagn-ólíku
trúarbrögð, sem þar eru í landi, sérstaklega aðal-trúar-
brögðin: Hindúa-trú, Múhameds-trú og Búdda-trú.
Kynflokkar og tungumál. — Mestr liluti þjóðarinnar
er af Aría-kyni, rúmar 220 milíónir; menn af þeim kyn-
flokki byggja líka metsan hluta Norðrálfu og Norðr-
Ameríku. Þeir eru mest norðr og vestr í landi. Fyrir
sunnan þá eru um 60 milíónir af Ðravido-Munda-kyni.
TJm J2 milíónir eru þar líka af fólki af indo-kínverskum
ættum, sem á helzt lieima í Nepal, Birma og Assam. —
Um síðustu aldamót var talið, að á Indlandi væri töluð
185 tungumál; eru sum þeirra að eins mállýzkur. Út-
breiddast þeirra er liindústaní, sem nálægt 100 milíónir
tala. Enska er stjórnmálið og mál hinnar œðri mennt-
unar, og breiðist mjög út; margt af menntuðu fólki inn-
lendu er farið að nota hana í daglegu tali.
IÁkamleg og andleg atgervi. — Indlandsbúar eru
mjög ólíkir í sjón, og veldr því ólíkt þjóðerni og loftslag.
Aríar eru brúnir á hörund, meðalmenn á hæð og svart-
hærðir; þeir, sem norðar búa, eru yfirleitt meiri hreysti-
menn en þeir, sem sunnar búa. Dravidar eru dökkir á
hörund, langleitir og ófríðir, stuttir og digrir. Austr í
landi evu menn Ifkir Kínverjum. Út í Andaman-eyjum
eru villimenn, ekki ólíkir dvergunum í Mið-Afríku. —
Indverjar eru neyzlugrannir menn, en samt ótrúlega
þolnir; en að afli og' skerpu er Ameríku-maðr talinn 6
manna maki, borinn saman við þá. Mikill munr er líka
á andlegu atgervi fólksins á Indlandi; en yfir höfuð að
tala stendr það í því efni ekki að baki neinni annarri
ókristinni þjóð. Tamil-menn eiga þar mestar og beztar
bókmenntir, og Bengals-menn eiga 14,000 nemendr á
œðri skólum (colleges) í Caleutta. En eitt er einkenni
legt við gáfur Indverja : þá vantar allan frumleik. Aldrei
finna þeir upp neitt nýtt; búnaðar-verkfœri þeirra og