Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1911, Page 17

Sameiningin - 01.06.1911, Page 17
ioQ enga, sem mér virtist skynsamleg. Fór eg þá að reyna að gjöra mér grein fyrir þessu vitni Krists, — postuían- um sjólfum. Hvað kom lionum til að rita svo? 1. Var liann að tala móti betri vitund ? Hver var þá tilgangr lians? Oftlega hefi eg heyrt þess getið, að menn hafi gjört sig seka í slíku, — en þá var það ætíð gjört til að afla fjár eða frægðar. En postulinn gat ekki búizt við því að launum fyrir vitnisburð sinn. Hann var með leynd í Jerúsalem frá uppstigning Jesú til hvítasunnudags. Hví levndust þeir? Þeir leyndust fyrir sakir ótta við Gvðinga, — af því að þeir vissu, að liáð og hættur myndi verða sér daglegt brauð, ef þeir dirfðist að segja frá því, sem þeir höfðu heyrt og séð, enda varð það svo. En á hvítasunnudag (eftir að liið heilaga undr liafði komið fvrir) er hann við hlið Pétrs til þess búinn að horfast í augu við allan heiminn. Hér vil eg því taka fram atriði þau, sem nú skal greina : (a) Menn þessir vissu, að öll jarðnesk velgengni þeirra var í húfi, ef þeir bæri vitni um Jesúm, og samt gjörðu þeir það ótrauðir. Þeir voru því vissir um önn- ur œðri laun og vissir um skylduna guðlegu, sem lá þeim á herðum. (b) Fyrir breytni þeirra á hvítasunnndag verðr ekki gjörð grein öðruvísi en á yfirnáttúrlegan hátt,—einkum þarsem þeir revndust síðan stöðugir til enda. Hún er sálfrœðilega ómöguleg ella. (e) Engin lygi gat haft þau áhrif að gjöra líf þeirra jafn-dýrðlegt einsog raun varð á. (d) Ekkert, sem eingöngu átti rót sína að rekja til mannlegra heilabrota, gat ork.að því, að varpa jafn- sterkri bylgju yfir heiminn eða bera jafn-fagra ávexti og kristnin hefir borið, því það er ervitt að benda á nokkra varanlega framþróun siðgœðis eða mannkosta í heiminum, sem ekki beinlínis eða óbeinlínis stafi af kristindóminum. (e) Það, sem hefir umskapað heiminn — þó mörgu sé enn áfátt—, er ekki lieimspeki eða heilaspuni — með allri virðingu fyrir spekingum heimsins—, ekki heldr

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.