Sameiningin - 01.06.1911, Qupperneq 31
ervitt aö ráða, hv'aö þaö myndi vera, sem dregiö haföi þá ®'
þangaö, hin sífreyöandi lind eða prestrinn, sem ávallt var
þar. Hann heyröi og sá, að aðrir sáu hann, en hann talaði
aldrei. Stundum rétti hinn aðkomandi maðr honum hönd
með smápeningi í. Undirhyggjulega deplaði hann augun-
um, er hann tók við peningnum, en um leið fékk hann gef-
anda papyrus-laufblað í staðinn.
Viðtakandi flýtti sér að dýfa laufblaðinu niðrí skál-
ina; og er hann svo héldi því í sólskininu meðan vatnið
draup af því, gat hann búizt við að fá til launa á það
letrað rimaða stöku; og sjaldan kom það fyrir, að ljóðgjörð
sú þætti svo léleg, að orðstír lindarinnar yrði fyrir þá sök
fyrir rýrð. Áðr en Ben Húr gat prófað véfrétt þessa sást.
til nýrra gesta, sem komu yfir engið, og er þeir komu í
augsýn, jók það á forvitni mannanna, sem fyrir voru, hans
ekki síðr en þeirra.
Fyrst sá hann úlfalda, stórvaxinn mjög og hvítan, sem
maðr á hestbaki teymdi. Var söðulskrínan (houdah) á úlf- j
aldanum óvenjulega stór, og fóðruð fagr-rauðum og gyllt-
um dúk. Tveir menn aðrir ríðandi komu á eftir úlfaldan-
um; þeir héldu á löngum spjótum.
..Það er dásamleg skepna, úlfaldinn sá arna“ —; mælti
einn í hópnum.
„Það er vist einhver fursti úr fjarlægu landi“ — gat
annar til.
„Lang-líklegast konungr."
„Ef hann hefði fák til reiðar, myndi eg segja, að hann
væri konungr."
Sá þriðji var á allt öðru máli.
„Úlfaldi — hvítr úlfaldi“ — sagði hann, og var mjög
valdalegr. „Þeir, sem þarna koma, vinir! — þið getið séð,
að þeir eru tveir — eru hvorki konungar né furstar, það
eru kvenmenn."
Meðan hæst stóð á stælu þessarri, komu hinir ókunnu
menn.
Ekki varð minna úr úlfaldanum, er á hann var horft
nálægt, en meðan hann sást álengdar. Aldrei hafði neinn
ferðamaðr, þótt úr fjarlægustu landsálfu væri kominn, litið
þar við lindina stœrri og tignarlegri skepnu þeirrar teg-
undar. Hin stóru svörtu augu ! hið frábærlega fagra mjall-
hvíta hár! hið mikla samdráttarafl í fótunum, er skepnan
lyfti þeim upp! hinsvegar sá hœfileikr að geta tifað svo létt,
að ekkert heyrðist, er stigið var til jarðar! — enginn hafði
nokkurn tíma séð annan eins úlfalda og þennan. Og hve
vel hann samsvaraði reiðverinu, sem allt var úr silki, og
öllum borðaleggingum þess og gull-skúfum! Silfrbjöllum
var hringt á undan honum, og svo léttilega bar hann sig á