Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1911, Side 1

Sameiningin - 01.07.1911, Side 1
^anrditiitnin, Ilúnaðorrit til stuffnings kirlcju og kmstindómi ísle-ndingo- gefið út af hinu ev. lút. kirlcjufélagi Isl. í Vestrheirm IUTST.JÓRI JÓN BJAJiNASON. é XXVI. Arg. WINNIPEG. JÚLÍ 1911. Nr. 5. Kirkjuþingið síðasta, þaS er haldið var í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg, stóð yfir fimm daga virka eða því sem næst — frá því árdegis á föstudag 23. Júní til miðvikudags 28. um há- degl. Það er 27. ársþing kirkjufélags vors hins íslenzka lúterska. A þingi þessu sátu, þá er flest var, 56 manns, þaraf 43 úr hópi leikmanna og 13 klerkar. Hinir fyrr- nefndu allir erindsrekar frá söfnuðum nema einn — fehirðir kirkjufélagsins. Af erindsrekunum voru tvær konur. Þingsetningarrœðuna hélt forseti sjálfr (séra B. B. J'.), og hirtist hún öll í blaði þessu. Tveir söfnuðir voru teknir í kirkjufélagið, annar ])eirra nýr, Immanúels-söfnuðr í Wynyard, Sask., liinn gamall, Víkrsöfnuðr að Mountain, N.-Dak., sem í hitt hið fvrra hafði sagt skilið við kirkjufélagið í uppþoti því, er stafaði af nýju guðfrœðinni. Hinsvegar hafði einn söfnuðr — Guðbrandssöfnuðr, Man.,— á árinu sagt sig fir kirkjufélaginu. Tala safnaða nú 40. Embættismenn kirkjufélagsins voru allir endrkosn- ir — séra Björn B. J. fors., séra Fr. Hallgr. skrifari, Jón J. Vopni féhirðir; og varamennirnir eins — þeir N. S. Þorh, K. K. ÓI. og Fr. Fr. Þessi mál voru á dagskrá þingsins: 1. Yfirlýsing Tjaldbúðarfundar frá síðastl. vetri. 2. Útgáfa gjörða- bókar (og ,,Áramóta“)- 3. Brevting á grundvallarlög um. Heimatrúboð. 5. Heiðingjatrúboð. 6. Islenzku- kennsla við Wesley-skóla í W.peg. 7. Skólamálið. 8.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.