Sameiningin - 01.07.1911, Side 5
133
svo miklu sem hann hefir hentugleika til, að minnsta
kosti 10 dollurum; og sé samskot |iau 511 greidd féliirði
fyrir nýár næsta.
Eáðið var til þess, að framvegis slryldi söfnuðirnir
tvisvar á ári við opinberar guðsþjónustur taka offr
heimatrúboði kirkjufélagsins til stuðnings: sunnudag
næsta fyrir hvítasunnu og — einsog verið hefir að und-
anförnu — urn mánaðamót Okt.-Nóv. (í sambandi við
minning reformazíónarinnar).
Málinu um samband kirkjufélagsins við Gen. Coun-
cil (eða eitthvert annað félag lútersku kirkjunnar) vildi
þetta kirkjuþing, er til kom, ekki sinna að neinu.
En samþykkt var, að á nýársdag skykli í öllum söfnuð-
um vorum tekin samskot til prestaskólans lúterska í
Chieago (eða einlivern annan guðsþjónustudag næst þar
á eftir, ef ekki getr orðið á sjálfan nýársdaginn).
Ályktað, að kosning í heimatrúboðsnefnd kirkjufé-
lagsins sé framvegis hagað einsog kosning í aðrar stöðu-
nefndir; sá, sem nú lilaut kosning í ]iá nefnd, aðeins kos-
inn til eins árs, o.s.frv. En séra N. S. Þorl. varð þar
fyrir kjöri; hinir eru J. Bj. ritst. „Sam.“ (eitt ár eftir)
og E. Mart. (tvö).
I heið.trúb.nefnd eru tveir sömu menn sem áðr: séra
Kr. K. Ól. og J. Bj. — og Bjarni Jones (nýr).
í nefnd útaf samþykkt Tjaldbúðar-fundar: Björn
B. J. (fors.), K. K. Ól., C. J. Ólson, E. Mart., B. J.
Brandson.
Nefnd til fjárhailds skólasjóði: J. J. Y., T. H. J. og
M. P.
Sd.skóla-nefnd: séra G. Guttormsson, S. Ó. Bjerr-
ing og H. S. Bardal.
Nefnd, sem hefir ísl. lcenn. embættið við Wesley með
höndum: T. H. J., J. J. Bíldfell, B. J. Brandson, J. J.
Vopni og Kristján Johnson.
Bœtt var við á dagskrá máli um gamálmennahœli.
Tillaga frá Únítaraþingi, sem hr. Skafti Brynjólfsson
bar fram. Málið hefir sem kunnugt er áðr uppi verið
— bvenfélag Fvrsta lút. safnaðar haft það með höndum
í annarri mynd. Nefnd kosin til að mœta nefndum ann-