Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1911, Síða 13

Sameiningin - 01.07.1911, Síða 13
141 hátt sýna þeim fram á þá skyldu þeirra að lieyra guðs orð. Um þetta getum við verið lijartanlega sammála. Guðs orð er ætiað öllum, og svo er til ætlazt, að það verði öllum undantekningarlaust til blessunar. En þó að þú, sem ekki ert í neinum söfnuði, sért velkominn til kirkju, jafnvel sjálfsagðr þangað, ertu viss um, að þú hafir með því gjört skyldu þína 'I Drykkr lifanda vatns er réttr að þér í guðs liúsi. Hefir þú ekkert við hann að gjöra annað en teiga hann til botns sjálfrf Iivílir engin skylda á þér að rétta hann einhverjum öðrum? Ert þú aðeins ílát, sem tekr við? Jesús Kristr sagðist kominn ekki til þess að láta aðra þjóna sér, heldr til þess að þjóna öðrum og láta líf sitt til lausnargjalds fyrir marga. En þér sýnist rétt að láta kristna kirkju þjóna þér, þó að þú þjónir henni ekki að neinu leyti. Er slíkr hugsunarháttr dreng- lyndr! Hugsir þú þig vel um, hlýtr þú að sjá, að þú ert ekki eini maðrinn, sem rétt hefir til að fara í kirkju án þess að vera í söfnuði. Allir liafa sama rétt. Ef engin þeirra, sem sambýli eiga í býflugnabúi, vildi neitt annað gjöra en eta hunangið, liver ætti þá að búa það til ? Tœki allir upp þá stefnu, að koma til kirkju, en vera ekki í neinum söfnuði, livernig fœri þá nokkrar kirkjur að vera til í landi, sem ekki liefir ríkiskirkju? Sannleikrinn er sá, vinr minn! að þú ert ekki nógu ákveðinn í kristindómi þínum. Þú ert ekki alveg viss um, að þú viljir vera með málefni frelsarans. Þú ert ekki svo viss um blessun þá, sem kristindómrinn veitir, að þú viljir nokkuð leggja á þig fyrir það málefni. Ef þú eignast lifandi trú á frelsarann, muntu sjá, að ekkert er of mikið, sem þú getr gjört fyrir málefni hans hér á jörðinni. og þér mun þykja vænt imi að vera í söfnuði lians — til að vinna fyrir ríki hans; ]iér mun sýnast ósœmilegt að þiggja allt af honum, en vilja ekk- ert gjöra fyrir liann sjálfr. Það munar ekhert um mig. Eg get ekkert gjört. Þetta segir þú líldega í auðmýkt. En vert er fyrir þig að athuga, livort ekki er dálítið af hégómaskap sam-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.