Sameiningin - 01.07.1911, Qupperneq 16
144
því með því að vera þannig andlega lieimilisfastr sýnir
hann, að hann fylgir málefni kristindómsins. Hann er
með því að kannast við frelsara sinn fyrir mönnum.
Þegar eg var vestr í Alberta fyrir mörgum árum, hitti
eg þar konu, sem var í söfnuði suðr í Dakota. Hún vildi
ekki segja sig úr þeim söfnuði fyrr en söfnuðr væri
myndaðr -í Alberta. Þó voru liðin mörg ár frá því hún
fór úr Dakota, og bein not hafði hún engin af þeim söfn-
uði. Þetta var réttr og fagr hugsunarháttr.
Söfnuðrinn á enga kirhju. Stundum er svo ástatt
útum byggðir, meðan allt er í frumbýlingsskap, að
minnsta kosti í kristil. félagsmálum. Yæri þá ekki rétt-
ara fyrir þig, sem finnr sárt til þessarrar vöntunar, að
leggja hönd á plóg og hrinda þessu nauðsynjaverki á-
fnam sjálfr. Má vera, að þetta fái framgang, ef þú
gengr í söfnuðinn.
Það er svo mikill ófriðr í söfnuðinum. Slæmt er
það, þegar svo er ástatt; en bœtir þú ástandið með því
að vera ekki í söfnuði? Má vera það komi þér ekkert
við, að reyna til að bœta það, sem að er í þínu mannfé-
lagi. Ertu viss um það? Meir en lítið reiðr yrðir þú,
ef einliver legði þér í munn orð Ivains: „Á eg að gæta
bróöur míns?“ En er það ekki Kains stefna að láta
sér vera óviðkomandi mannlegu meinin umhverfis?
Mér skilst, að þú vildir vera í söfnuði, ef engin ó-
þægindi væri því samfara, ef allt félli þar í Ijúfa löð og
allfc væri að þínu skapi og þú þyrftir ekki að leggja á
þig neina hyrði nema þá, sem þér þœtti alveg mátuleg.
Næsta létt væri þá að vera í söfnuði, líklega svo létt, að
það væri einskis virði; því allt, sem gott er hér á jörðu,
er samfléttað örðugleikum. Allt ,gott kostar einhvern
eitthvað. Frelsarinn hefir aldrei lofað því, að söfnuðr
hans skvldi vera dúnsæng. Fylgjendum sínum bendir
hann á stríð, ofsóknir, sjálfsafneitun og jafnvel píslar-
vættis-dauða. Svo nú er fyrir þig að athuga kostina,
sem Jesús býðr þér. 1 raun og veru er stœrsta atriðið
í þessu máli ekki það, hvort þú vilt vera í söfnuði eða
ekki í söfnuði, heldr hitt, hvort þú vilt fylgja Kristi eða
ekki fylgja Kristi. Sá, sem vel gjörir sér grein fyrir