Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1911, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.07.1911, Qupperneq 18
146 prest. Það er misskilningr. Söfnuðr er félagskapr til að vinna að viðhaldi 0g útbreiðslu kristindóms. Hann er samtök manna til að vinna að því málefni. Hann getr leitt mikla blessun af sér, þótt hann hafi engan prest, ef aðeins safnaðarfólkið sjálft fæst til að vinna að kristin- dómi. Að þú eigir að vinna sjálfr er sannleikr, sem ,þér hefir gengið svo nauða-illa að skilja. tJtaf þeim mis- skilningi hefir þú hugsaÖ, að prestrinn ætti aJlt að gjöra, en þú sjálfr ættir að vera einsog Elías við lœkinn forðum, að þú mættir liggja rólegr þangað til einhver hrafninn kœmi og léti fœðu í munn þér. Afstaða þín gagnvart prestinum hefir verið þessi: Eg stend rólegr þangað til þú tekr mig upp, eða dáleiddu mig, ef þú getr. En, vinr minn! lestu nýja testamentið 0g vittu, hvort engin skylda hvílir á ])ér. Hugsaðu þér, að þú standir frammi fyrir guði almáttugum að loknu æfistarfi þínu og segir, að þú hafir aldrei gjört neitt fyrir kristna kirkju á jörðinni af því þér liafi ekki líkað sá eða sá prestrinn. Heldrðu ekki, að sú afsökun yrði léttvæg? Hugsaðu um, livað guð heimtar af þér. Haun kallar þig persónulega, ekki aðeins presta, heldr livern einasta mann, til ]>ess að gjörast verkamaðr í víngarði hans, einlægr meðlimr í söfnuði hans liér á jörðn. Ekki liefi eg nefnt allt, sem þú hefir horið fram við mig; en eg liefi leitazt við að athuga það, sem mér fannst lielzt veigr í hjá þér. Eg vil biðja þig að athuga þetta mál rólega og sérstaklega með tilliti til þess, sem guðs orð krefst af hverjum kristnum manni. Svo óska eg þess, að þú, sem ert kristinn, komir í kristinn söfnuð. Þar átt þú heima. Trúboðsstarf mitt á árinu 1910 11. Frá séra Guttormi Guttormssyni. Eftir kirkjuþingiö 1910 fór eg til Swan River og prérlikaði þar sunnudagana 26. Júní og 3. Júlí. Síðara sunnudaginn fermdi eg tvær stúlkur og tók fjóra til altaris. Síðan fór eg til Winnipeg og þjónaði Fyrsta lút. söfn. í tvo mánuði. í byrjun September-mán. fór eg til Pipestone-byggðar. og

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.