Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1911, Qupperneq 31

Sameiningin - 01.07.1911, Qupperneq 31
159 ® sig varö hann aö sinna Ben Húr. Mallúk var með öörum ® oröum að búa sig til þess aö veita honum góðlátlega þjón- ustu um Ieið og hann dáðist hjartanlega að honum. Eftir stutta þögn tók Ben Húr aftr til máls.-; ,,Að lífláta hann vildi eg ekki, Mallúk góðr! Það að hann býr yfir leyndarmálinu er sem stendr að minnsta kosti því til fyrirstöðu, að eg rnyndi grípa til þess óyndis- úrræðis, og að því leyti er honum óhætt; engu að síðr gæti eg hegnt honum, og svo framarlega sem þú veitir mér lið mun eg gjöra tilraun í þá átt.” „Hann er Rómverji" — mælti Mallúk hiklaust; — „og eg em Júda-ættar. Eg skal hjálpa þér. Ef þú v'ilt, þá getr þú látið mig vinna eið að þessu — allra hátíðlegasta eið.“ „Gef mér hönd þína uppá þetta; það nœgir.“ Ben Húr var léttara urn hjarta, er hann tók höndina aftr að sér, og mælti: „Það, sem eg vildi biðja þig að gjöra, er ekki ervitt, kæri vin! og ekki neitt kvíðvænlegt fyrir samvizkuna. Við skulum halda göngu okkar áfram.“ Þeir fóru eftir þeim stígnum, er lá til hœgri handar yfir engið, sem um var getið,, þá er verið var að lýsa kom- unni útað lindinni. Ben Húr varð fyrri til að rjúfa þögn- ina- „Þekkir þú Uderim sjeik hinn veglynda?" „Já.“ „Hvar er Pálma-garðrinn hans ? eða öllu heldr, Mal- lúk! hve langt burtu er hann hinum-megin við Dafne- þorp ?“ Efasemdarhugsan ein fór gegnum sál Mallúks; hann minntist vinahótanna, sem mærin hafði auðsýnt Ben Húr við lindina, og furðaði sig á því, ef hann, er bar sorg í brjósti útaf móður sinni, gæti gleymt þeim harmi fyrir ginning ástar; hinsvegar svaraði hann þó: „Á hestbaki má úr þorpinu komast útí Pálma-garðinn á tveim stundum, og á hraðgengum úlfalda á einni stund.“ „Þakka þér fyrir; og til þess að nota mér kunnugleik þinn enn meir vil eg ennfremr spyrja: Hafa kappleikirnir, sem þú gazt um við mig, verið víða auglýstir? Og hve- nær eiga þeir að byrja?" Það lá eitthvað mikið í spurningum þessum; og þótt Mallúk næði sér ekki undireins með traust það, er hann var farinn að bera til Ben Húrs, þá jókst honum þó nú forvitni. „Já, leikirnir verða mjög viðhafnarmiklir. Borgar- stiórinn er maðr auðugr og gæti vel staðizt, þótt hann ® missti stöðu sína; en einsog einatt vill verða fyrir þeim, er

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.