Litli Bergþór - 01.03.1992, Side 7

Litli Bergþór - 01.03.1992, Side 7
Hreppsnefndarfréttir. Fundur 11. desember 1991. Fundaraerð Laugaráslæknishéraðs: a) Lagðurfram ársreikningur og kom fram að inneign Laugarás eru um 3 miljónir á bók en samþykkt er að það renni til byggingar nýrrar heilsugæslustöðvar. b) Breytingar voru gerðar á samningi læknishéraðsins og Biskupstungnahrepps um jörðina Laugarás og var ein þeirra sú að Laugaráshérað fær nú 60% af öllum gerðum samningum um lóðaleigu í Laugarási. Nýr samningur gildir næstu 10 ár. Bréf frá Skipulaai rfkisins frá 7. okt. '91: í því er farið fram á að sveitarstjórnir og bygginganefndir veiti ekki leyfi fyrir fjallaskálum án samþykkis Skipulags ríkisins. Húsnæðisnefnd: Fram kom að aðeins2 umsækjendur voru um þær tvær íbúðir sem afhenda á í sumar. Guðmundur H. Grétarsson og Áslaug M. Sigurbjargardóttir fá aðra íbúðina en Elín M. Hárlaugsdóttir og Arne Jónsson fá hina. Félaasmálanefnd: Sagði frá störfum sínum og var faliðað vinnaáfram aðtillögum um starfsemi íhúsnæði Bergholts 3-7 neðri hæð. Kaupsamninaar: Varmagerði selt hlutafélagi Varmagerðis. Hreppsnefnd afsalarsérforkaupsrétti. Leikskólanefnd: Fjárhagsáætlun fer talsvert fram úr áætlun fyrir árið 1991. Tillögur lagðar fram um að hækkuð verði leikskólagjöld sem svari matarkostnaði vegna þeirra barna sem fá hádegismat og því kostar frá 1. jan. 1992 kr. 13.000,- á mánuði, fullt gjald. 3ja daga viðvera með mat kostar kr. 9.500,- en gjöld vegna hálfsdagsvistunar án fæðis verður áfram kr. 5.000,- og fyrir minni notkun á leikskólanum en að framan greinir, án matar, kr. 4.000,-. Systkinaafsláttur var samþykktur 1/2 gjald fyrir 2. barn. Hússkrifli við Laua oa Ásholt: Samþykkt að láta fjarlægja þá á kostnað eigenda. Borun Revkholti: Sagtfrásamningisemgerðurvarvið Jarðborun h/f um að bora niður á botn holunnar vegna lagfæringar. Kostnaður kr. 850 þús. Fundur 14. janúar 1992. Brekka: Samþykkt, að ósk Hildar og Óskars, að María Óskarsdóttir fái land úr Brekku alls 15 ha og Jóhannes Helgason fái 5 ha. Skvrsla bvaainaarfulltrúa: Gefin hafa verið út 73 byggingarleyfi í hreppnum þar af vegna 6 íbúðarhúsa, 12 útihúsa, 2ja iðnaðarhúsa og 53 sumarhúsa. Fasteianagjöld: Samþykkt sama álagningarprósenta og áður. Felid verða niður gjöld hjá þeim ellilífeyrisþegum sem búa einir í eigin íbúðum. Fundur 5. febrúar 1992. Uppgjör Farfualaheimisilins fvrir 1991: Brúttó tekjur voru 1.061.732,- og greiðist 10% af því í leigu til hreppsins á nýjaskólanum. Auk þess hafði sundlaugin kr. 76.800,- tekjur vegna þessa reksturs og rafmagn og hiti voru líka greidd af rekstri Farfuglaheimilisins alls um 68 þús kr. Gestir voru alls 1290. Fjöldi íbúa: Samkvæmt íbúaskrá eru íbúar í sveitinni 491 1. desember 1991. Húsbvaaina í afrétti: Undirbúningsnefnd kynnti teikningar af húsi sem hún leggur til að athugað verði nánar með byggingu á. Það á að standa við Svartá, nokkra kílómetra í austur af Hvítárnesi. Stærð er 87 fermetrar og tekur alls 30 manns í gistingu. Nefndinni falið að halda áfram störfum og skoða möguleika á fjáröflun vegna húsbyggingarinnar og fá viðkomandni yfirvöld til að samþykkja teikninguna. Ferðamálanefnd: Ákveðið að ráða Valgeir Inga Ólafsson hjá Upplýsingamiðstöð Suðurlands í einn mánuð til að leiðbeina og skipuleggja hvernig best sé að standa að frekari uppbyggingu ferðamála í sveitinni. Byrjar vinnu strax. Merki sveitarfélaasins: Tillögur lagðar fram um lit á merki sveitarfélagsins. Mestar undirtektir fékk blátt merki en höfundur merkisins og Sambandi ísl Sveitarfélaga svo og Félagsmálaráðuneytið þurfa formlega að gefa sitt samþykki. Fasteignagjöld: Áætlaðar tekjur fyrir 1992 eru rúmar 10 miljónir. Slökkvistöðvar- og björgunarsveitarhús: Búið er að kaupa skemmu 15m x 30m á kr. 1.2 millj. hingað komin. Auglýsa þarf eftir aðila sem vill kaupa 1/3 af skemmunni. Landgræðsla ríkisins: Jón Karlsson tilnefndur í samstarfsnefnd með Landgræðslunni vegna afréttarmála. Verð á lóðum í Revkholti: kr. 50.000,- skipulagsgjald auk gatnagerðargjalds en það er c.a. kr. 150.000 á 135 fermetra einbýlishúsi. Innifalið erlagning malarvegar, kalt vatn og tenging við skolpveitu. D.K. Nvtt nafn á húsi: Hólmfríður Ingólfsdóttir og Baldvin Árnason óska eftir að býli þeirrafái að heita Brennigerði. Samþykkt. Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.