Litli Bergþór - 01.03.1992, Side 9
muna til, að menn voru látnir fara norður fyrir Vötn til
gangna á haustum; Bóndinn Eyvindur heitinn
Þórðarson í Höfða, sem dó árið 1839 á hans 85ta
aldursári mundi líka til réttanna norður á
Fjórðungamótum, sem hann sagði að brúkaðar hefðu
verið til að draga sundur í þeim fé Biskupstungnamanna
og Norðlendinga; Norðurfjárreksturinn hefur að nýju
strjálazt við fækkun sauðfjárins í Kláðanum, en
niðurlagðist hann ekki fyrri enn þegar- eins og áminnzt
er - að Jökullinn hljóp fram á Hvítárvatn um aldamótin;
þarhjá hefur landið alltaf verið brúkað til grasa- og
rótatekju suður úr Biskupstungum.
Vérmótmælumþarfyrirkröftulegasemástæðulausu
og ósönnu því,
sem presturinn
síra Sigurður
framber í bréfi
sínu, að afrétt
þessi hafi ekki
verið brúkuð fyrir
sauðfé af
Sunnlendingum í
100 ár.
Hreppstjóri G.
Arnljótssongreinir
svo að orði á bréfi
sínu, að hann viti
h v a r
Sunnlendingarálíti
Fjórðungamót, en
sýnir þó með
orðunum strax á
eftir „ef það er þar
sem vötn skiptast,
eður um Hákjalhraun", að hann viti eins og var, að þau
eru þar sem vötn skiptast, og geta ekki verið annars
staðar, og að Fjórðungamótum eignum vér kirkjunum;
oss kemur því aldrei saman við hreppstjórann í þessu
efni. Á hina síðuna getum vér eftir framan sögðu
aldeilis engan gaum gefið þeim uppástöndum
hreppstjórans, „að áður en þetta, nl. uppreksturinn sé
byrjaður, sé með ómótmælanlegum rökum sannað,
að Biskupstungum tilheyri land fyrir norðan Hvítá, og
hvað stórt það sé, einnig verði við löglega skoðun
metið hvað mikið það ber af fénaði, án þess að ofsetja
á það“. Því á eignarréttinum getur eftir framansögðu
aldeilis enginn efi leikið, og það er ekki ásetningur
ykkar eður var að ofsetja í landið; heldur að létta á
afréttinum að nokkru leyti. Vér erum öldungis á sömu
meiningu og hreppstjórinn um það, að Sunnan- og
Norðanmenn verði að koma sér saman um það, hvar
hentugast væri að byggja réttina, og segir það sig
sjálft, að fyrirtæki þetta verður að stofnast með góðu
samkomulagi á báðar síður, því Norðlendingum getur
líka orðið fullt eins mikill skaði að því, eins og
Sunnlendingum, ef óliðlega væri að farið, þar sauðfé
er nýlega farið að ganga takmarkalítið suður fyrir
Fjórðungamót; vér sjáum ofan á það, eins og vér létum
strax í ijósi við ykkur, að ýmislegt gjörist erfitt í
framkvæmd þessa fyrirtækis á báðar síður, og að þar
við kreppi að afrétti Norðanmanna, en við það verða
þeir að fella sig, þó vér viljum heldur, að sveitungar
vorir tilknúðir af nauðsyn brúki margnefnt land með
leyfi en Norðanmenn í óleyfi.
Ef þið ekki nú
þegar hafið fengið
leyfi hjá
Skálholtskirkju
eiganda, þá ættuð
þið sem fyrst að
gjöra það.
Hvað sauðfjár-
pestina snertir, þá
erhúneins og allir
vita kraftlaus
viðbára, þar sem
sannreynt er, að
hún ekki er
smittandi, heldur
flýgur yfir vatnsföll,
sund og firði, og
drepur sauðfé í
eyjum úti, þarsem
enginnsamgangur
er eins og á
meginlandinu, og stendur margt hjá öðrum bóndanum
á sama bænum, þar sem tvíbýli er, en engin skepna
hjá hinum, þó féð gangi saman árið um kring.
Vér höfum þá engu hér við að bæta að sinni, nema
að mælast til þess við ykkur, að þið ekki notið ykkur
það af oss gefna bréfi til sauðfjárreksturs norður yfir
Vötnin á í hönd farandi sumri, heldur brúkið
sumartímann til að komast í sem best samkomulag við
Norðanmenn, svo þetta allt geti sem best, vinsamlega
og reglulega byrjast og fram farið. En hross og
geldneyti megið þig láta reka norður yfir eins og þið
hafið látið gjöra með bréfi voru undanfarin sumur.
Austurhlíð, Haukadal og Torfastöðum
22. apríl 1844.
B.Jónsson.
Skriðufell og nyðrl
skriðjökullinn.
Litli - Bergþór 9