Litli Bergþór - 01.03.1992, Page 11
Jónas sannfærði mig og ég valdi
kirkjutónlistina. FóríTónskólaÞjóðkirkjunnar,
þar sem ég lærði hjá Hauki Guðlaugssyni og
GlúmiGylfasyni. EftirútskriftúrTónskólanum
fór ég til Þorlákshafnar, reyndar í gegnum
Jónas Ingimundarson, til að leysa af sem
organisti, þegar faðir Jónasar, Ingimundur
dó.
Við áttum tvö góð ár í Þorlákshöfn og þar
eigum við enn mikið af góðum vinum. Ég var
með kirkjukórinn, eða söngfélag
Þorlákshafnareinsog kórinn heitir. Viðfórum
m.a. saman í söngferðalag til Norðurlanda.
Svo var ég líka með skólakór og
barnakirkjukór auk tónlistarskólans. Það var
gaman að finna hve mikið tónlistaráhuginn
jókst baraá þessum tveimurárum. Það mátti
segja að það væri komið píanó inn á hvert
heimili. Aðstæður voru auðvitað svolítið
öðruvísi þar en hér, þar bjuggum við inni í
miðjum bæ, og börnin voru heimagangar hjá
okkur allan daginn. Ég gat kallað á börnin
hvenær sem var og við gerðum margt sprell
saman, t.d. gáfum við út kasettu með Barnakór
Þorlákshafnar. Hérvalda vegalengdirnar því
að allt verður að miðast við skólann og
skólabílana.
Hvað með þig Hólmfríður, hvað gerðir þú
eftir gagnfræðaskóiann?
Hólmfríður: Ég lærði hárgreiðslu í 3 ár í
Iðnskólanum og var í verknámi á Hótel
Loftleiðum hjá Sigríði Finnbjörnsdóttur. Eftir
námið vann ég áfram í 2 ár á sömu
hárgreiðslustofu, og síðan var ég með
hárgreiðslustofu þau tvö ár sem við bjuggum
í Þorlákshöfn. Þarvarég líkameðdanshópa
í grunnskólanum, en ég sótti danstíma sem
barn, frá 8 til 16 ára aldurs.
Og svo fóruð þið til Þýskalands. Hvað
voruð þið lengi þar?
Hilmar: Við vorum í 6 .ár í Hamborg í
Þýskalandi. Tilviljuninersvoundarleg. Þetta
byrjaði allt með því að Haukur Guðlaugsson
sendi mig til gamals skólabróðursíns, Gerhart
Dickels, sem er organisti í St.Michaelis
kirkjunni í Hamborg og prófessor við virtan
tónlistarháskóla þar, "Hochschule fur Musik
und darstellende Kunst". Ég var hjá honum í
eitt ár, og hann undirbjó mig undir
háskólanámið. Þarna æfði ég mig í kirkjunni
hans, sem er gömul barrokk kirkja með þremur
orgelum. Ég gat ekki verið heppnari með
stað. Þýskaland er svo mikið tónlistarland,
land Bachs og barrokksins og Beethovens,
og tónlist er allsstaðar á mjög háu plani.
Jafnvel litlir sveitakórar flytja flókin kórverk
eins og ekkert sé og það er vegna þess að
fólk er alið upp við þessa tónlist frá blautu
barnsbeini.
Svo er Hamborg líka mikil menningarborg
með sína frægu óperu og tónlistarlíf allsstaðar.
Maður kemur ekki samur heim eftir að hafa
búið þar.
Barnakór Reykholtsskóla á söngæfingu.
Hjá Dickel var ég að skoða kirkjutónlist og
klassískatónlistogeftiráriðtókéginntökupróf
inn í kirkjumúsikdeildina í háskólanum, með
orgel og kórstjórn sem aðalfög. Þar var ég
áfram hjá Dickel fyrstu árin, en skipti svo um
kennara og fór að læra á orgel hjá Rose Kirn,
sem er einn frægasti sérfræðingur þjóðverja
í gamalli barrokktónlist. Ég lærði líka á önnur
hljóðfæri, svo sem píanó og sembal, ferðaðist
með skólanum um þýskaland og skoðaði
gömul barrokk hljóðfæri og fékk mikinn áhuga
á guðfræði. Ég útskrifaðist svo úr
orgeldeildinni síðastliðið vor, aðundanteknum
lokatónleikum, sem ég er að undirbúa hér
Litli - Bergþór 11