Litli Bergþór - 01.03.1992, Page 19

Litli Bergþór - 01.03.1992, Page 19
Með 17 klyfjahesta á Kjöl.... frh. „Líttá sjáðu, komið þið hérna.“ Þar var vatnið í kvið og grýtt í botninn svo klárarnir voru að hnjóta og hálf detta, sem varð til þess að silar slitnuðu á tveimur böggum. Annar var strásykurbagginn, sem var í þéttum strigapoka og ódrýgðist því all verulega. Hinn var náðhúsefnið á Jarpnasa, sá bagginn sem ekki lenti í Sniðbjargagili. Okkur tókst að bjarga þessu upp úren blotnuðum rækilega og erfitt fannst okkur náðhúsefnið verða okkur íferðinni. Enaðtignarlegu húsi var það orðið þegar ráðskonan þurfti að nota það. Þetta vað á Þegjanda nefndum við Sykurvað upp frá því. Klukkan hálf tíu um kvöldið komum við svo á áfangastað að Ármótum. Voru víst bæði menn og hestar fegnir að ferðin var á enda. Ég man að um mig fór einhver innri sælukennd, eins og ég væri að koma heim úr langri og erfiðri ferð. Þó var þarna ekkert sem minnti á mannabústað, aðeins lítill hesthúskofi. En umhverfið, lækirnir, fjöllin, jöklarnir og öræfin var allt eins og sumarið áður. Mér fannst það allt jafn heillandi og bjóða mig velkominn á ný. Læt ég nú þessum ferðaþætti lokið, hef ég sleppt ýmsum smáatriðum til að verða ekki alltof langorður. Þetta munu vera rúmir 100 km og voru nógu stífar þrjár dagleiðir með baggahestana, sem báru byrðar sínar vel þessa leið og sýndu eins og fyrr þrautseigju íslenska hestsins. í þessari ferð fyrir aðeins 40 árum var okkur áreiðanlega hesturinn þarfasti þjónninn. tjaldbúðirnar á Kili og Þegjandi í baksýn. SUNNLENDINGAR ATHUGIÐ! Mikið úrval af vörum til fermingargjafa á frábæru verði SRÁRKOMATIC KENWOOD INNO'HIT AIWA ALTAl Viðgerðir á öllum gerðum rafeindatækja. Verslið hjá fagmönnum, það tryggir gæði og þjónustu. GAGNHEIÐI 40 - 800 SELFOSSI SÍMI 98-22853 Litli - Bergþór 19

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.