Litli Bergþór - 01.03.1992, Page 21

Litli Bergþór - 01.03.1992, Page 21
Snati (Stutt lýsing á æfi sveitahunds). Gústaf Ólafsson Það var tekið að hausta þegar Snati fæddist. Grátt var ífjöllum og kalsi í norðanvindinum. Hann Snati var ósköp venjulegur hundur, sem átti heima upp í Kjós, bæinn nefnum við ekki, enda ósköp venjulegur bær. Fyrstu mánuðir Snata var hlýtt og gott líf, en einn daginn hurfu þrjú systkina hans og hann varð einn eftir, hvítur 7 mánaða hvolpur með svartan blett um vinstra augað. Móðir hans dó þá um vorið, varð undir bíl, en það fékk Snati aldrei að vita, hún bara hvarf. Nú leiddist Snata, því fólkið á bænum hafði mikið að gera og lítinn tíma fyrir ungan hund. En þá skeði stærsta stund í lífi Snata. Hann sá bíl í fyrsta sinn. Hann var úti í eitt af mörgum skiptum, uppi í hlíðinni fyrir ofan bæinn, þegar hann sá eitthvað svart geisast eftir mjórri grárri línu langt í burtu. Mamma! varð fyrsta hugsun hans, því hann mundi að mamma hans hafði verið svört. Hann hljóp í átt að gráu línunni og þegar hann kom þangað fann hann lykt eins og hafði verið af mömmu hans þegar hún kom inn á kvöldin. Þetta hlaut að hafa verið mamma hans og nú ákvað hann að fara að gráu línunni á hverjum degi og gá hvort hann sæi ekki mömmu sína. Næsta dag vaknaði hann í bítið og beið óþolinmóður eftir að manneskjurnar hleyptu honum út. Loksins, Snati stökk niður að gráu línunni ogbeið. Ekkiþurftihannaðbíðalengi unshannheyrði hljóð. Það varð hærra og hærra. Hann sá eitthvað nálgast og hann hrópaði: Afsakið, hafið þér nokkuð séð m.....Þetta eitthvað rak upp þvílíkt hræðsluvein, að Snati sentist út af veginum og horfði með undrun og hræðslu er hluturinn skaust framhjá og hvarf í rykmekki. Hann herti upp hugann og fór upp á gráu línuna og reyndi að spyrja næsta bíl, því að hann grunaði að þetta væru bílar og gráa línan vegur. Mamma hans hafði talað um að hún færi oft þangað. En allt fór á sama veg, bíllinn rak upp hræðsluvein og hraðaði sér á braut. Nú varð Snati reiður og skammaði næsta bíl og fann upp það ráð næstu daga að liggja flatur í sinunni í vegkantinum og stökkva svo upp þegar bíllinn var alveg að koma að sér og skamma hann. Mikið var það gaman. Hann hafði svo gaman af að heyra hræðsluvein bílsins og hvernig stóra augað í enni bílsins lifnaði við og fór allt á hreyfingu. Skemmti hann sér vel dag hvern í mörg ár. Stærsti dagurinn í lífi Snata var þegar hann fékk að koma inn í bílinn á bænum en hann var vinur Snata og var ekkert hræddur við hann. Inni í bílnum voru sæti og hringur sem bóndinn hélt í og ályktaði Snati að þetta væri hart, kringlótt band sem bóndinn stjórnaði bílnum með, enda reyndist það rétt. Ef bóndinn snéri hringnum þá hreyfðist bíllinn í allar áttir. Þaðvarsæludagur, þegarfariðvaríbæinn með Snata þar og var svo mikið af bílum, húsum, Ijósum og fólki að Snati varð ringlaður og gleymdi að skammast útíalla bílana. En mikiðvoru þeirhræddirviðhann, því þegar þeir fóru framúr bíl bóndans og sáu Snata í glugganum þá ráku þeir upp vein. Og ef bóndinn stoppaði, þá ráku bílarnir í kring upp vein, bara af hræðslu við Snata og forðuðu sér hið fljótasta. Um kvöldið,erheimvar komið lagðist Snati niður og hugsaði með sér að gott væri að búa í sveit, því hann hefði aldrei getað skammað alla bílana í bænum, hannyrðiraddlaus. Er Snati eltist lagði hannaf þannsiðað fara niður á veg að skamma bílana, enda hræddust æ færri bílar hann með árunum, kannski sáu þeir að hann var orðinn gamall og lúinn. Kannski voru þeir orðnir heyrnarlausir, gamlir, kannski heimskir, kannski. Eitt kvöld sofnaði Snati og vaknaði ekki aftur. Hann dó, en hann fór örugglega upp til Hundaríkis þar sem allirbílareruhræddirviðhunda, kannski............ Snati Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.