Litli Bergþór - 01.03.1992, Page 24
Umhverfis jörðina..frh.
Byrjað með morgunkaffi kl 7, síðan
morgunmat, formiðdagskaffi, sem hún færði
okkur á vinnuvöllinn, hádegismat,
síðdegiskaffi, kvöldmat og bjór eftir matinn.
Og vel var það útilátið. Lambakjöt í hádegis-
og kvöldmat, steiktar kartöflur, grænmeti og
ís með ávöxtum í eftirrétt, eða heimabakaða
"passions"-ávaxta kakan hennar. Og að
sjálfsögðu voru allar kökur og smákökur með
kaffinu heimabakaðar. - Mér datt auðvitað
strax í hug íslensk húsmóðir! - Eins gott að við
stoppuðum ekki lengur en þessa 3-4 daga,
annars hefðum við endað í sama ásigkomulagi
og karlpeningurinn í fjölskyldunni.
Hún þvoði líka allan galla af liðinu í
höndunum, - í baðkarinu, - og kom svo og
dútlaði á niðurrifsvellinum í frístundum. Og
svo sagðist hún ekkert geta gert! - Eldhúsverk
væri það eina sem hún kynni, og því væri best
að hún sæi um þau. Vildi enga hjálp, jafnvel
þó í boði væri. - Dálaglegt að ala synina
svona upp! -
Á hverju kvöldi eftir vinnu fórum við og
syntum í vatnstank nokkra km frá þorpinu.
Þetta var járntankur, ekki meira en 5 m í
þvermál, með drullulagi á botninum. Vatninu
pumpað upp með vindmyllu. En eftir 10 tíma
vinnu í steikjandi hita í þurru
eyðimerkurloftslagi, var okkur nokkuð sama
hvernig vatnið leit út, baraef það rann. Yfirleitt
voru hópar af kengúrum og kindum í kringum
vatnsbólið þegar við komum. Því miður var
kengúruskyttan í fríi, svo við Anna fengum
aldrei kengúrukjötið, sem Margaretavarbúin
að lofa okkur. Sjálfir éta Ástralir ekki
kengúrukjöt, nota það í mesta lagi sem
hundafóður. Þeir voru þó staðnir að því árið
áður að selja það til USA (minnir mig) sem 1.
flokks nautakjöt og þótti mikið hneykslismál.
Frá Kingoonya fórum við á puttanum til
opalnámubæjarinsCooper Pedy, sem er
u.þ.b. miðja vegu á leiðinni til Alice Springs.
Þar er ekkert nema rauður sandur og
væntanlega ópalar í jörð. En þarna lifa samt
um 3000 manns. Flestir búa í jarðhýsum, oft
gömlum námum, vegna hitans á daginn, en
hann getur farið upp í 50° C. Á nóttunni er
svalt. í jarðhýsunum er hinsvegar þægilegur
hiti, 22 - 24° C allan sólarhringinn og allan
ársins hring.
Kirkjan í Cooper Pedy. Hún er í gamalli
opalnámu eins og flestir bústaðir aðrir.
Á tjaldstæðinu í Cooper Pedy hittum við
þjóðverja, sem höfðu gefist upp á
ópalnámugreftri og voru á förum til "Ayers
Rock". Við fengum far með þeim, í tveim
bílum. Diethard, sá sem við Clint fengum far
með var hálfgerður furðufugl, en besta sál.
Bíllinn hans var að hruni kominn, og ekki
skánaði hann á þvottabrettum áströlsku
malarveganna. Það sprakk og það sauð á
bílnum. Diethard var ekki mikill ökuþór. Svo
var hann líka mjög áhugasamur um umhverfið
og stansaði í hvert sinn sem hann sá eitthvað
hreyfast nálægt veginum, eða merkilegt tré
eða stein bar fyrir augu. Þá þreif hann upp
kíkinn og grandskoðaði umhverfið í einar 10
mínunturáðurenhaldiðvaráfram. Fyrirvikið
vorum við nokkuð lengi á leiðinni, en sáum
margt sem við hefðum annars ekki tekið eftir
á þessari annars tilbreytingalausu 1000 km
leið. Svosem eldrauðeyðimerkurblóm, fugla,
kengúrur og kanínur og jafnvel dingóhund í
fjarska. (Dingóar eru viltir Ástralíuhundar,
sem stundum eru í slagtogi með
frumbyggjunum.)
Ayers Rock, - eða Uluru eins og
frumbyggjarnirkallaklettinn,-ereinmanalegur
klettur, nokkrir kílómetrar að ummáli og 358
m hár, sem rís upp úrflatneskju mið-Ástralíu.
Innsti kjarni ævagamalla fellingafjalla, það
eina sem staðist hefur veðrunina. Kletturinn
Litli - Bergþór 24