Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 4
Formannsspjall Nú þegar vetur gengur í garð fer að lifna yfir félögum hefðbundnu fyrirkomulagi eins og undanfarin ár. Það er helst að frétta af starfseminni í sumar að það var nær eingöngu íþróttadeildin, sem starfaði. Haldið var leikjanámskeið og sóttu það um 20 krakkar, og var einn leiðbeinandi með hópinn. Á göngudegi fjölskyldunnar var gengið á Vöðrufell. Margrét á Iðu fór fyrir hópnum, sem var á milli 30 og 40 manns. Að göngu lokinni var kaffi þegið í boði þeirra hjóna á Iðu, Margrétar og Ingólfs. Annars mun Áslaug Sveinbjörnsdóttir, formaður deildarinnar, gera grein fyrir starfinu í sumar hér í blaðinu. Það er auðséð að íþróttaáhugi er mikilll meðal krakka hér í sveit, og á stjórn deildarinnar heiður skilinn fyrir góða stjórn á íþróttamálum, og vil ég þakka þeim gott starf fyrir hönd allra íþróttaiðkenda. Eins og lesendur sjá er hér stiklað á stóru. Með fyrirfram þökk fyrir samstarfið í vetur. Kær kveðja, f.h. aðalstjórnar Umf. Bisk. Brynjar Sigurðursson. her i sveit. Umf. Bisk mun starfa með Göngudagur U.M.F. Bisk. Margrét á Iðu, elsti göngugarpurinn og María Sól á Engi, sá yngsti. Norrænt samstarf Jteykíioksskóta 12.11. '92 í byrjun þessa árs var Reykholtsskóli í Biskupstungum valinn, þ.e. 10. bekkur skólans, einn af átta skólum til þess að taka þátt í samnorrænu umhverfisverkefni, sem heitir „Umhverfismennt á 10. áratug“. Umhverfisverkefnið sem 10. bekkur er að vinna að heitir „Uppblástur á afrétti, orsakir og hefting" og Sveinn í Bergholti lítur við hjá starfsfólki og nemendum Reykholtsskóla í Rótarmannagili. er að mestu bundið við girðinguna í Rótarmannagili og starf skólans þar. Nú á lokasprettinum hefur umræðan og vinnan samt farið vítt um völl og á mörgu verið tekið. Þeir skólar sem taka þátt í verkefninu af íslands hálfu eru: Leikskóli: Klettaborg í Reykjavík. Grunnskóli: Reykholtsskóli í Biskupstungum. Grunnskóli: Árbæjarskóli í Reykjavík. Grunnskóli: Æfinaskóli KHÍ. í Reykjavík. Grunnskóli: Fossvogsskóli í Reykjavík. Grunnskóli: Laugagerðisskóli á Snæfellsnesi. Framhaldsskóli: Bændaskólinn á Hvanneyri. Framhaldsskóli: Menntaskólinn í Reykjavík. Hugmyndin er að í hverju landi verði valdir 3 skólar til verðlauna. í þeim skóla sem hlýtur fyrstu verðlaun velji kennarar og nemendur sjálfir 10 nemendur og 2 kennara til þess að sækja norræna námstefnu (líklega í Bergen vorið 1993). Önnur og þriðju verðlaun miðist við þátttöku tveggja nemenda og tveggja kennara. Áætluð verklok eru 15. desember 1992 og verður þá nánar greint frá þessu verkefni í Litla-Bergþóri. Unnar Þór Böðvarsson. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.