Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 11
Það má nú segja að við séum stödd á milli vatna á þrjá vegu; Hvítá að austan, Ásbrandsá að vestan, jökulkvísl sem rennur úr Sandvatni og gefur Tungufljóti jökullit, Sandá sem rennur frá vestri til austurs í Hvítá má segja að loki norðurkantinum. Hún er að jafnaði lítið vatnsfall. Þegar þetta er fært í letur hafa aðstæður breyst. Ásbrandsá var stífluð af mannavöldum og jökulliturinn er horfinn úr Tungufljóti, en affallinu úr Sandvatni var þess í stað veitt í Sandá. Vesturhluti þessa lands tilheyrir býlinu Hólum sem átti land norður að Sandá. Fyrir nær þremur áratugum keypti Biskupstungnahreppur jörðina og hefur land Hóla verið nytjað sem afréttur síðan, en það er að stórum hluta gróðurlitlir melar sem hafa þó gróið allmikið á síðustu áratugum. Við skulum líta yfir nokkur örnefni frá Hólum og að Sandá. Þar má nefna Hólastekkjatún sem er 2 til 3 kílómetrum norðan Hóla: Þar var talsvert graslendi en hefur blásið á seinni árum. Tóftir af fjárréttum voru þar greinilegar en eru nú grjóthrúgur einar. Við Stekkjartúnið er vað á Ásbrandsá, sem heitir Lambavað. Þar var fé rekið yfir þegar rekið var á fjall úr suðurhluta sveitarinnar. Einnig var fjallasafnið rekið þar yfir og suður Haukadalsheiðina til ársins 1929 að brú kom á Tungufljótið fyrir ofan Vatnsleysu. Austan við Stekkjartúnið er hár melhryggur, Stapi, í kringum hann eru Stapaflög. Norður með Ásbrandsánni eru miklir grjóthólar, svo nefndir Krosshólar. Ef við höldum spölkorn norður ölduna sem við stönsuðum á kemur allmikið graslendi í Ijós fyrir vestan veginn. Það heita Selhagar. Um þá lá gamala ferðamanannaleiðin og þótti oft gott að fara af baki og láta hesta fá smá hvíld. Norðvestur af Selhögum er Háölduflag, nú að mestu gróið. Þar norður af rís Háalda. Við höldum nú norður með Ásbrandsánni. í henni myndast hólmi á löngum kafla, þar sem áin skiptir sér í tvær kvíslar. Þar heita Hólmadrög og er þar lítilsháttar graslendi. Næst koma Sandárdrög. Þar á Sandá upptök sín í mörgum tærum uppsprettum. Þar liggur nokkurt graslendi með ánni austur undir Hvítá. Við skulum í huganum hverfa aftur til baka og líta yfir austurhluta þessa lands, sem við erum stödd á. Þar er landsvæðið sem liggur að Hvítá. Það ber nafnið Tunguheiði og hefur verið talin eign Bræðratungukirkju. Samfelldasta graslendi á þessu svæði eru Hrossatungur. Valllendistorfur með þykkum jarðvegi en nokkuð sundurgrafnar af vatni og vindum. Austar er Eyðihlíð, há hraunbrún sem liggur frá norðri til suðurs. Þar suðuraf er Sellækjarhlíð og Sellækur, einnig Grenslækur. Þeir sameinast og renna útí Hvítá. Austan við þessa læki er grjótapall, allmikið svæði, sorfið eftir vötn. Sennilega gamall farvegur Hvítár. Austur við Hvítána er nokkuð graslendi. Þar má sjá fyrir gömlum rústum. Þetta svæði heitir Tungusel og munu vera gamlar seltóftir. Sagnir eru líka að einsetumaður hafi búið þarna. Við höldum norður með Hvítánni. Rétt neðan við þar sem háspennulínan liggur yfir ána er djúpur hvammur, sem Kálfshvammur heitir. Lengra til norðurs þar sem Sandá rennur í Hvítá er allmikið svæði sem er mest vaxið fjalldrapa og mosa. Það heitir Þjófanes. Þar vestur er Tungudæl og Sandskörð. Þegar komið er til norðurs og landið hækkar nokkuð eru leifar af graslendi, sem hefur fokið mikið á seinni árum. Þetta hétu Vegatorfur. Um þær mun leið smalamanna oft hafa legið, og þar mun margur smalinn hafa staldrað við og reynt krafta sína á svokölluðum Vegatorfusteini. Við erum nú að nálgast Sandána. Vestur með henni eru tjarnir og dælur og talsvert mikið graslendi. Það heita Réttardælur og tilheyra Hólalandi. Þar var stundum heyjað í grasleysisárum. Ef litið er hér vestur yfir Ásbrandsána, sjáum við miklar auðnir. Það eru Haukadalsskersli eða Haukadalsheiði sem nær vestur að hlíðum Sandfells og að Úthlíðarhrauni. Þar er barist við að mynda gróður að nýju, en það er mikið verkefni við að fást. Upp á Bláfellsháls Við erum búin að staldra hér við lengur en til stóð og skulum næst nema staðar við Sandá. Við komum fram á háa melbrún og sjáum niður að brúnni á ánni. Melhóllinn sem við erum stödd á er grasivaxinn til vesturs. Hann heitir Djúphóll. Djúphóll. Norðan við ána er klapparhóll sem Kæfuklettur heitir. Þar var oft eitrað fyrir refi meðan það var leyfilegt og söfnuðust þar saman hræ, og mun nafnið vera tilkomið af því. Norðan við ána er einnig graslendi sem Sultarkriki heitir og nær austur undir Hvítá. Upp með henni er talsvert graslendi, valllendistorfur nokkuð sundurgrafnar af vatni og vindum. Þær eru býsna gott haglendi og heita Héðinsbrekkur. Þær ná norður undir þar sem ________________________ Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.