Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 23
gulhvítur skeljasandur. Tjaldið stóð í háu grasi rétt upp afströndinni, undirstórutré, ogfuglasöngurvarþaðeina sem heyrðist. Ákjósanlegri hvíldarstaður til baðstrandarlífs og bréfaskrifta vandfundinn. Við flugum áfram til Auckland í Nýja Sjálandi þ. 7. apríl. NÝJA SJÁLAND (N.Z.) Á Nýja Sjálandi var ég í tvo og hálfan mánuð. Fyrsta mánuðinn ferðaðist ég áfram með þjóðverjanum Götz, þartil hann þurfti að faratil bakatil Ástralíu, en síðan ein, þar sem Anna og Gauja voru í vinnu, og líkaði það ekki verr. Við puttuðumst á 10 dögum frá AUCKLAND, sem er stærsta borg N.Z. og liggur norðarlega á norður eyjunni, suður til INVERCARGILL, sem liggur syðst á suðureyjunni. En þar vann Gauja í sláturhúsi. Við stoppuðum m.a. í Roturua, frægu hverasvæði á norðureyjunni. Þar eru goshverir sem líkjast Geysi gamla þegar hann var uppá sitt besta, gjósa allt að 45 mínútna þeytigosum. Ekki vorum við svo heppin að sjá slíkt gos þarna, en við sáum bullandi leirhveri, sjóðandi stöðuvatn og miklar og litskrúðugar kísilútfellingar sem gáfu þeim íslensku ekkert eftir. Frá höfuðborginni WELLINGTON tókum við ferju yfir Cooksundið til PICTON á Suður eyjunni. Á ferjunni hittum við gamlan mann, sem bauð okkur að búa hjá sér í Picton í nokkra daga, því honum leiddist svo að búa einn. Hann reyndist hinn skemmtilegasti karl og við gistum hjá honum í 3 nætur, meðan við skoðuðum Picton og fórum í siglingu um Marlboroughsundin á póstbátnum. Sund þessi eru krókóttir firðir með skógivaxin fjöll á báða bóga. Engir vegir, bara póstbáturinn tvisvar í viku og fólkið minnti mig á íslenskt sveitafólk. Laust við stress og tilstand. Mér fannst ég næstum vera komin heim. Jafnvel veðrið var eins og heima, óútreiknanlegt. Stundum gott.stundum haugarigning og rok. -Tilfellið er að það er margt líkt með íslendingum og Nýsjálendingum. Báðar eru eyþjóðir, sem þurfa að bæta upp smæðina með goðsögum um Sauðfjárrekstur á leiðinni til Queenstown á Suður eyjunni. eigið ágæti og fegurð náttúrunnar! - Og auðvitað er það allt satt og rétt! Óblítt veðurlag og fjalllendi herðir líka fólkið. En Nýsjálendingar eru þó óneitanlega betur staddir með sitt 9 mánaða sumar og þriggja mánaða vetur en við, með hið gagnstæða. Nýja Sjáland er eitthvert fegursta land, sem ég hef komið til. Á meðan Norður eyjan skartar eldfjöllum, hverasvæðum og hitabeltisgróðri, er Suður eyjan þekkt fyrir fögur fellingafjöll, sem liggja eftir eynni endilangri, skriðjökla og ófæra frumskóga. Víðáttumikil landbúnaðarhéruð eru svo á báðum eyjunum. Það tók okkur aðeins 2 daga að puttast frá Picton til Invercargill, með næturstoppi í Christchurch. Það var gaman að hitta aftur Gauju og Önnu. Þær bjuggu ístóru gömlu einbýlishúsi úrtimbri og þarvar eins og að koma inn á farfuglaheimili. Þau voru fjögur sem leigðu húsið, og meðan ég vissi til var þar stöðugurstraumur, inn og út, af fólki, sem við höfðum hitt á ferðum okkar um Asíu og Ástralíu. Anna fékk fljótlega vinnu sem hjúkrunarkona og vann þarna þar til þær Gauja flugu til Bandaríkjanna í lok júní. Við Götz stoppuðum ekki lengi í Invercargill, heldur fórum upp í nýsjálensku alpana í fjallgönguleiðangra. Merktir gönguslóðar liggja um fjalllendið og með vissu millibili eru veiðikofar, sem hægt eraðgista í. Ávinsælustu gönguleiðunum þarf að borga fyrir gistinguna, en í afviknum dölum er gistingin ókeypis, gegn því að vel sé gengið um og nægilegt brenni höggvið fyrir næstu gesti. Við héldum beint til Queenstown, sem er fallegur bær við rætur alpanna. Og næstu tvær vikurnar gengum við um þetta fallega land og höfðum bækistöðvar í veiðikofunum. Haustlitirnir voru í algleymingi og loftið tært, - þegar ekki rigndi. - En rigningarsuddinn hafði líka sinn sjarma. Þegar ekki var hægt að horfa á fjallstoppana öllum stundum, tók maðurmeira eftirþví.sem var nær g ö t u n n i. Dögginni á mosavöxnum trjástofnum og greinum, sem glitraði þegar sólin braust af og til í gegnum s k ý i n , burknastóði og smá- f o s s u m , sem héngu niður úr þokunni í tjallshlíðunum. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.