Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 17
Garðyrkjubændabragur Þessi bragur varfluttur á uppskeruhátíð og jafnframt 30 ára afmæli Garðyrkjubœndafélags uppsveita Arnessýslu. Viðlag: Mikið lifandis skelfingar ósköp er hœpið að grœða nokkuð á garðyrkju. Hér fyrrum í uppsveitum Árnesþings, já, innan þess víðkunna fjallahrings, fólk borðaði kartöflur, kjöt og fisk, en kálmeti sást vart á nokkrum disk. Mikið lifandis...... Á stöðvunum víða er valið lið, en vandi'er að giska á þjóðernið. Já, svartir og gulir og guð veit hvað, þau Gussi og Helga'eru drjúg við það. Mikið lifandis.... Og heita vatnið menn horfðu á, þeir hugsuðu mikið og fóru að spá. Til ræktunar margur var furðu fús, menn fór að byggja gróðurhús. Mikið lifandis....... Um daginn hann Rabba hér dreymdi einn draum, sem dálítið ruglaði tímans straum: Að september yrði að október, en október breyttist í september. Mikið lifandis.. Og síðan var þróunin áfram ör með aukna ræktun en misjöfn kjör. En samstöðu vildu menn síðan ná og stofnuðu G.B.F.U.Á. Mikið lifandis... Af draumum hans tóku víst margir mið og mikið bætti sig grænmetið. Hjá nokkrum er sífelldur september og svo er allt frosið í nóvember. Mikið lifandis.... En samstaðan núna í seinni tíð er svoddan: Menn rækta í erg og gríð. Að ná yfir meira en nágranninn og næla í viðbót við kvótann sinn. Mikið lifandis... Og sífellt er áfram byggt og byggt, en bara stundum er glerið tryggt, því tjónaveður menn telja sko á tíu ára fresti eða svo. Mikið lifandis... Og kaup og sala oft ganga greitt á garðyrkjustöðvunum yfirleitt. í bankann liggur svo leiðin inn með lánablöðin og víxilinn. Mikið lifandis... En bílstjórar slá ekki slöku við, þeir slást um að flytja allt grænmetið. Þar Pálmar er stærstur og stækkar enn, þeir stynjandi borga' honum Hrunamenn. Mikið lifandis..... í Tungum er Þórir á fullri ferð og frá hans ráðsnilld ég segja verð: Ef bíllin er fullur hann bregst við snar og býr til lagera hér og þar. Mikið lifandis... En svo eru aðrir sem aka með blóm, sem æðrast hvergi og sletta í góm. Komi einhver of seint þá er afsökun beitt: Hann Óli var fyrir, ég komst ekki neitt. Mikið lifandis..... Það fékk einhver hugmynd að filma hér hvað Flúða garðbændur dunda sér, en allt það rann út í veður og vind, er vildi hann gera hér heimildarmynd. Mikið lifandis.... Á föstudegi á Flúðum var, en fann ekki neinn að störfum þar. Á réttardaginn hann reyndi á ný, þið rétt getið spáð hvað kom út úr því. Mikið lifandis.... Að geyma eitur er vandaverk, því viðsjált er efnið og lyktin sterk, og þetta vissi hann Þorleifur og það vissi líka hann Ingólfur. Mikið lifandis.. Og síðan þeir ferðuðust bæ frá bæ og birgðum söfnuðu ha, ha, hæ. Nú eiga þeir sjálfsagt yfrið nóg, til aldamóta og lengur þó. Mikið lifandis.. Já, það er skrautlegt og skondið lið, sem skaffar landsmönnum grænmetið. En félagið lifi um langa hríð með langa nafnið sitt alla tíð. Mikið lifandis... J.S. Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.