Litli Bergþór - 01.12.1992, Side 26

Litli Bergþór - 01.12.1992, Side 26
Fremstaversferð ferðasaga Reiðskóla og reiðnámskeiðsnefnd Hestamannafélagsins Loga ákvað síðastliðinn vetur að efna til ferðar inn í Fremstaver á sumri komanda. Tímanlega var húsið pantað og ákveðin helgin 20.- 21. júní. Er leið að vori var farið að ræða um ferðatilhögun og annað sem lýtur að svona ferð. Öllum var boðið með sem vildu, ekkert Margrét á tðu og Fríða í Hrosshaga yngsti og elsti þáttakandinn aldurstakmark en áfengisbann, sem ég vona að engan hafi fælt frá. Það eina sem þátttakendur þurftu að hafa með sér var hestur til að ríða á, föt til að vera í og svefnpoka. Um annað ætlaði nefndin að sjá svo sem allan mat, trússbíl o.fl. ofl. Við leituðum víða fanga með aðdrætti. Pylsur og kjötvörur frá S.S. brauð frá Sælu, flatkökur frá Möggu á Iðu, ýmislegt úr búri Drífu, mjólk úr Hrosshaga og mjólkurvörur frá M.B.F., sem styrkti okkur myndarlega. Trússbílinn leigðum við af Guðjóni á Tjörn. Hestamannafélagið lagði til hey og húsið fengum við frítt. Er skráningu lauk höfðu 16 skráð sig, yngsti knapinn var 5 ára og sá elsti um 70 ára. Þegar flest var taldi hópurinn um 30 manns með 40 hesta. Þátttökugjaldi var stillt í hóf eða kr. 1000,-. Er leið að brottfarardegi fóru okkur að berast uggvænlegar fréttir af færð inn í Fremstaver og sumar í þá veru að þetta væri hreint glapræði eða þaðan af verra. Ekki bætti úr skák að veðrið var slæmt föstudagsmorguninn 19. júní, daginn sem við úr neðra ætluðum að ríða upp að Kjóastöðum. Gekk á með kalsarigningu og þræsingi, og var nú annað hvort að hrökkva eða stökkva. Það var stokkið af stað upp að Kjóastöðum. Þar voru hestarnir um nóttina. En frá Kjóastöðum hófst hin skipulagða ferð. Að morgni laugardagsins var veðurútlit tvísýnt, úrkomulaust en kalt. Þær fréttir höfðum við af færðinni inneftir að það væri rennifæri, aðeins væri runnið úr veginum við Brunnalæki. Svo nú var ekkert um annað að gera en renna að sér og skella upp húfunni. Riðum við sem leið liggur frá Kjóastöðum og upp í Hólahaga. Er þangað var komið hafði ferðin gengið að heita má hnökralaust fyrir sig. Einn og einn hestur hafði hikað við skurði og keldur, sem þar eru á leiðinni. Áfram var haldið í slóð Drífu á mósóttum og Hrafnhildar á skjóttum. Það hvarflaði að manni að báðar gætu riðið þessa leið með bundið fyrir augu. í Selhögum komu trússararnir í veg fyrir okkur. Þar var áð í góða stund og nestið snætt. Hafði nú heldur betur ræst úr veðrinu, kominn alveg himnablíða með sól og hita. Flestir notuðu tækifærið, losuðu sig við húfur og trefla að minnsta kosti. Segir nú ekki fleira af ferðum okkar, en inn í Fremstaver var komið kl. 17. Hestana létum við í hestagirðinguna og gáfum þeim. Aðkoman að staðnum var með ágætum, og þegar við vorum búin að tengja vatnið, má segja að allt hafi verið fullkomið. Var nú tekið til við að undirbúa grillið, en grilla skyldi pylsur, og átu menn og konur sig sadda af þeim. Um kvöldið fórum við fullorðna fólkið í bíltúr inn að Hvítárbrú, en aðrir skildir eftir í umsjón Drífu. Væsti ekki um hópinn í aldeilis rjómablíðu. Efni í bálköst var með í ferðinni, og tendrað var í honum eigi alllangt frá húsinu og yljuðu menn sér við neistaflug. Þegar sá hiti bættist við hinn má segja að aðeins eitt hafi vantað, meira sólkrem, því fljótt gekk á krem Dóru. Varðeldur í Fremstaveri. Snemma skyldi gengið til náða. Vandaðist nú málið, því ekki voru allir sammála um það. Að lokum höfðum við eldri okkar fram um það, og allir sofnuðu að lokum á ókunnum tíma. Árla var risið úr rekkju og farið að sinna morgunverkum, gefa hestum og undirbúa morgunverð. Heimferð var Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.