Litli Bergþór - 01.12.1992, Side 12

Litli Bergþór - 01.12.1992, Side 12
Skyggnst um á Kjalvegi..frh. Brunnárlækir renna í Hvítá. Þar heitir Skógarhorn. Rétt norðan við Sandána liggur vegur til vesturs að Hagavatni. Hann liggur norðan við Sandvatnið uðppá Sandvatnshlíðina. Það er allbrött melbrún, sem liggur frá norðri til suðurs, að mestu leyti gróðurlaus nema hvað syðst eru nokkrar grastorfur og má þar sjá leifar af birki og stöku sinnum blæs þar ofanaf gömlum kolagröfum. Þarna hefur vafalaust verið skóglendi. Sagan segir að Skálholt hafi átti þar skógarhögg. Næst liggur leiðin uppúr Sultarkrikanum í stefnu á Bláfell. Til beggja handa eru grýttir melar. Hér hefur verið unnið merkilegt tilraunastarf í landgræðslu án þess að leggja í kostnað við girðingar. Að því hafa staðið Biskupstungnahreppur, Landgræðslan og fjáreigendur. Á þetta svæði hefur verið sáð áburði og fræi. Landið er opið fyrir fé, sem kemur af afrétti þegar hallar sumri. Horft til Bláfells úr Sultarkrika. Við hækkum smátt og smátt í landinu. Hvítáin rennur á hægri hönd. Hér koma vegamót Til skamms tíma lá vegurinn niður í það sem heita Brunnalækir, en nýlega hefur verið valin önnur leið og er þá haldið til vinstri eftir greiðfærum melöldum í stefnu á Bláfellsháls. Fljótlega hallar niður í breiðan og mikinn vatnsfarveg sem í er allmikið vatn í leysingum. Ef við lítum til norðurs og norðvesturs má segja að svæðið sé einn grjótapall, vestan frá Jarlhettum, ofan frá Langjökli og austur í Bláfellsháls. Þetta svæði heitir einu nafni Skálpanes. Af þessu svæði er geysimikið vatnsrennsli í leysingum og rigningatíð og lendir stór hluti af því í farveginum sem við erum að koma að. í leysingum hafa myndast djúp gil og þrjú þeirra vildi ég nefna. Eitt kemur frá norðvestri og heitir Hellisgil. Þar er allmikill hellisskúti, og má þar sjá gömul mannvirki þar sem hlaðinn hefur verið fyrir skútann veggur til að loka honum að hluta til. í þessum helli voru menn stundum nætur í smalamennskum. Kaldur næturstaður það. Nokkru austar er annað gil sem Valagil heitir og svo þriðja gilið Kórgil eða Kór, mikil náttúrusmíð með háum hamraveggjum. Trúlega vatnsfarvegur ofanaf Bláfellshálsi. Vel þess vert fyrir ferðamanninn að skoða sig þar um. Eitt gil getum við nefnt ennþá. Það kemur frá austri ofanúr Bláfelli og hefur ýmist verið kallað Hálsgil eða lllagil. Þessi gil sameinast öll og renna niður í Hvítá og eru þá búin að fá nafnið Grjótá. Næst er að dóla upp Bláfellshálsinn. Það er all bratt til að byrja með en uppá há hálsinn komumst við og erum þá komin í 610 metra hæð. Við höldum norður háhálsinn, stöldrum aðeins við þar sem er geysimikil grjótvarða og er allavega stærsta varða á Kjalvegi. Sá sem punktar þetta niður átti leið hér yfir hálsinn áður en hafist er handa við að gera bílfæra braut hér upp á Kjalarsvæðið. Þá var örlítið vörðubrot hérna á melbrúninni. Vegamennirnir, sem voru hér að verki að ryðja bílbrautina, voru búnir að Ijúka sínu sumarverki og skyldi bíða til næsta sumars að halda verkinu áfram. Þá voru sumir mannanna orðnir á slitnum skóm og stígvélum. Þótti einum vinnufélaganna ekki borga sig að fara með sína skó til byggða og fleygði þeim í vörðubrotið sem var þarna á melnum og fannst nauðsynlegt að hressa vörðuna við. Það var ungur námsmaður er átti þessa umtöluðu skó, sem geymast þarna undir vörðunni. Hann varð seinna landskunnur maður Eiríkur J. Eiríksson, um árabil þjóðgarðavöðrður á Þingvöllum. Síðan er liðin meira en hálf öld. Margir hafa átt leið hér um. Útsýnið sem opnast hér norður á Kjalarsvæðið býður uppá að hér sé stansað og litið yfir landið. Þá verður mörgum á að bæta steini í vörðuna. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Jens Pétur Jóhannsson Heimasími 98-68845 LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Verkstæði sími 98-68984 LAUGARÁSI, BISKUPSTUNGUM Bílasími 985-37101 Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.