Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 22
Umhverfis jörðina, 9. þáttur Ferðasaga í nokkrum þáttum, eftir Geirþrúði Sighvatsdóttur á Miðhúsum. NÝJA CALIDÓNÍA í síðasta þætti vorum við Anna á leið frá Ástralíu til eyjarinnar Nýju Calidóníu (N.C.), sem er frönsk nýlenda, og liggur norður af Nýja Sjálandi, austur af Ástralíu. Það var í mars 1983. Flugmiðinn góði, sem við keyptum í Malaysíu, var með franska flugfélaginu UTA og þessvegna voru inní honum millilendingar í frönskum nýlendum, eins og N. C. og Tahiti. Á þessum eyjum er franskt verðlag, mál og menning, semsagt tiltölulega dýrt að ferðast. Það búa um 140 þúsund manns í N.C., um helmingur þeirra frakkar, hinn helmingurinn innfæddir Melanesar, sem að nokkru líkjast ástralíunegrunum í útliti, þó þeir séu ekki alveg einsfrumstæðir. Eyjanerfalleg hitabeltiseyja, með há fjöll vaxin frumskógi, falleg blóm og ávaxtatré, sérkennilegarklettamyndanir, oghvítarpálmastrendur. Vegir eru góðir og frakkarnir keyra á einkabílum. Þeir innfæddu búa þó enn í strákofum í litlum þorpum, þar sem elsti karlmaðurinn er æðsti- prestur, sem yngri þegnar leita ráða hjá. En drykkju- skapur er smámsaman að eyðileggja þessi gömlu samfélög, - alltaf sama sagan þar sem hvíti m a ð u r i n n h e I d u r innreið sína. - Auðugar nikkelnámur er það sem dregur frakkana þangað og víða sá maður heilu fjöllin sundurskorin eftir námuvinnsluna. Anna hafði ekki áhuga á að stoppa í Nýju Caiidóníu, en hélt beint áfram til Nýja Sjálands í atvinnuleit. Mig langaði hinsvegar til að skoða mig um fyrst ég var komin þangað og slóst í för með þýskum náunga, Götz að nafni, sem ég hafði áður hitt ÍThailandi og Ástralíu. Við ferðuðumst á puttanum hringinn í kringum eyna á hálfum mánuði. Bjuggum í tjaldi og elduðum sjálf, svo dvölinvarð ekki dýr. Götztalaðifrönsku, sem kom sér vel fyrir mig, því frakkar (eins og englendingar!) ganga með þá grillu að þeir þurfi engin önnur tungumál að læra. - Við, sem vorum svo vitlaus að velja ekki frönsku í skóla urðum bara að taka afleiðingunum! - En að öðru leyti reyndust íbúarnir vera einstaklega vingjarnlegir og hjálpfúsir. Þeir sögðu okkur ýmislegt um land og þjóð, frá stöðum, sem vert væri að skoða, samskiptum hvítra og innfæddra, buðu okkur heim til sín eðasögðuokkurfrágóðumtjaldstöðum, þvíopinber tjaldstæði voru þar engin. Ferðin gekk eins og í sögu, - með einni undantekningu þó. - Einhver óprúttin sál laumaðist undir tjaldskörina eina nóttina og stal gítarnum mínum, vasadiskói og nokkrum kasettum úr bakpokanum. En hvað með það. Gítarinn var ekki mikils virði lengur, allur sprunginn og falskur eftir þurrkinn og hitann í Alice Springs og vasadiskóið ódýrt Singaporedót. Og nú þurfti ég allavega ekki að burðast með þennan farangurlengur! Ég sá mesteftir söngbókum og nótum, sem voru í gítarpokanum. En ég mátti víst teljast heppin að hafa ekki tapað neinu fyrr. Á ferðum okkar hittum við fólk, sem hafði tapað öllum sínum farangri, peningum og passa og það oftar en einu sinni. Yfir páskana tjölduðum við á lítilli friðsælli strönd á norðurströnd eyjarinnar og áttum þar náðuga daga. Undruðumst það mest að frakkar skyldu ekki nota helgina til að njóta jafn fagurrar náttúru og þessi staður bauð uppá, en aðeins eitt annað tjald var þarna á stöndinni. Veðrið var milt og friðsældin algjör. Öldugjálfur á kóralrifinu rétt undan landi og skýjatásur spegluðust í sléttum sjónum innan við rifið. Sandurinn Ný-Calidónskar veiðiklær. Við Götz fórum í veiðiferð með frönskum manni og konu hans frá Madagaskar, og hér er verið að landa beitu. Sérkennilegar klettamyndanir á Nýju Calidóníu. Klettaveggurinn var svo þunnur að víða sá í gegnum Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.