Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 6
Hvað segirðu til? Að þessu sinni verður greint frá helstu viðburðum hér í sveit frá því um sólstöður til byrjunar vetrar. Tíðarfar hefur verið milt. Vorið var fremur gott. Jónsmessuhret hafði hér lítil áhrif, og var grasspretta sæmilega snemma orðin allgóð. Dágóður heyþurrkur var framan af sumri en lélegur um mitt sumar. Síðast í ágúst gerði svo góðan þurrk. Heyfengur mun vera bæði mikill og góður, og er verulegur hluti hans í rúllum. Farið var til fjalls 9. september og Tungnaréttir þann 16. Var það að vanda mikill hátíðisdagur hjá flestum heimamönnum og fjölmörgum gestum þeirra. Eftirsafn var 27. og 28. sept., en nokkrir bættu einum degi framan við. í þessari leit fundust 62 kindur. Farið var í þriðju leit 10. október. Hún stóð í viku og fannst 21 kind, þar af tvær að norðan. Nokkrar kindur hafa verið sóttar í afrétt milli leita og eftir þær allt fram í fyrstu viku vetrar, er tvílemba var sótt inn fyrir Hvítárbrú að tilvísun ferðamanna. Fé var með vænsta móti í haust, bæði það sem var í afrétti og í heimahögum. í haust var sauðfjárbúskap hætt á þremur bæjum í sveitinni. Dýraleitarmenn lágu við 9 greni í vor og dráþu samtals 53 tófur. Flest grenjanna voru í byggð. Nýtt sæluhús, Árbúðir, var reist í sumar austan við Svartá, rétt sunnan við vaðið á gamla bílveginum. Eigendur þessa húss eru Biskupstungnahreppur og Veiðifélag Hvítárvatns. Samið hefur verið við forráðamenn ferðaklúbbsins 4x4 um afnot af húsinu og gæslu þess að vetrinum. Árbúðir, sæluhús og hesthús. Girtir hafa verið af nokkrir hektarar í hólum þeim, er nefndir eru Djúþhólar, sunnan við Sandá. Nafnið er í Jarðabókinn frá 1709. í greininni um Haukadal er þetta: - ‘Upp úr ‘Eystri Tungunni segja mcnn Byggð verið fiafajyrir norðan úíólxi að vísu í einum stað, þar sem fieita ‘Djúphófar, og þyfjast íiafa sjeðþar tiCgirðinga, en nú er sandur þar á (jominn og uppúCásið.- Þarna á að gera tilraunir með Skyldi H-iistinn fá að úthluta einni íbúðinni 1994? uppgræðslu og gróðurvernd, og standa að þessu Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og Rannsóknastofnun Landbúnaðarins. Kynningu annast Stöð 2. Töluvert er um byggingaframkvæmdir hér í sveit um þessar mundir. Nokkur útihús hafa verið byggð og eru í byggingu á sveitabæjum, haughús, hlaða og fjárhús. Grunnur að húsi, sem á að hýsa slökkvibúnað, aðstöðu fyrir slysavarnastarf og fleira, hefur verið steyþtur í Reykholti. Þar var flutt í raðhús með þremur íbúðum í sumar og ein þrjú einbýlishús eru þar nú nær fullbúin. Áformað er að byggja á vegum hreppsins tvö parhús í Reykholti með tveim íbúðum í hvoru, og eiga þau að vera tilbúin á útmánuðum 1994. Töluvert hefur verið byggt af sumarhúsum, og við Hlíðalaug hefur veitingahús verið tekið í notkun. Olíumöl hefur verið lögð á veginn á móts við Reykholtshverfi og allt að brúnni á Tungufljóti fyrir neðan Krók. Biskupstungnabraut er þá öll klædd nema frá Fellskoti að Múla. Einnig hefur verið lögð olíumöl á Skálholtsveg frá vegamótum hjá Reykjum á Skeiðum að Helgastöðum. í haust hefur verið unnið að endurbótum á veginum frá vegamótum neðan við Gýgjarhólskot að Brúarhlöðum. Menningarstarf hefur aðallega farið fram í Skálholti, og ber þar hæst hina árlegu sumartónleika. Lúðrasveit Þorlákshafnar hélt tónleika í Aratungu í vetrarbyrjun. Minningartafla um Sigurð Greipssonvar sett á minnisvarða um hann í Haukadalsskógi í sumar. Hún var afhjúpuð í byrjun september að viðstöddum allmörgum gömlum nemendum íþróttaskólans í Haukadal. Minnisvarði Sigurðar Greipssonar. Synir hans, Bj'arni og Már, og sonarbörnin Hrönn Greipsdóttir og Sigurður Másson. Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.