Litli Bergþór - 01.03.1994, Side 4

Litli Bergþór - 01.03.1994, Side 4
Formannsspjall H.S.K. þing og fleira ..... Frávinstri: Þórir Jónssonform. U.M.F.l. og Sveinn Sœland þingforseti. Nú þegar þessi orö eru rituð er ný afstaðið 72. Héraðsþing HSK sem var haldið hér í Aratungu dagana 26. - 27. febrúar. Þingið fór vel fram og var hið skemmtilegasta. Biskupstungnahreppur var svo rausnarlegur að bjóða þingfulltrúum í hádegismat á sunnudeginum og komu Gísli oddviti og Ingibjörg kona hans og borðuðu með okkur af því tilefni. Stjórn Ungmennafélagsins vill hér með þakka Biskupstungnahreppi fyrir það rausnalega boð. Þingfulltrúar og gestir þingsins voru að um 100. Kata sá um að fæða þennan hóp og gekk það allt mjög vel, allavega vorum við ánægð með allt það sem okkur var boðið uppá og ég vona að þingfulltrúm hafi liðið vel hér hjá okkur. Við útveguðum þinginu tvo starfsmenn en það voru þau Sveinn Sæland sem var 1. þingforseti báða dagana og Matthildi Róbertsd sem var ritari fyrri daginn. Þingfulltrúar Umf. Bisk. voru undirrituð og Áslaug Sveinbjörnsd sem sátu báða dagana og Gústaf Sæland og Ingunn Birna Bragad. skiptu svo tveimur dögum á milli sín. Nokkrir gestir komu á þingið og má þar t.d. nefna Þóri Jónsson formann Þorgeir Vigfússon núverandi sleifarhafi og Gunnar Sverrisson, fyrrverandi sleifarhafi. UMFÍ, Pálma Gíslason, fyrrverandi formann UMFÍ, Helga Haraldsson formaður FRÍ, Sæmund Runólfsson framkvæmdarstjóra UMFÍ, Hafstein Þorvaldsson og konu hans Ragnhildi Ingvarsdóttur. Verðlaunaafhending íþróttamanns ársins var fyrir kvöldmat á laugardagskvöldinu og áttum við þar íþróttamann ársins í borðtennis, en það var Einar Páll Mímisson, og óska ég honum til hamingju með það. Kvöldvaka var svo um kvöldið og byrjaði hún með bændaglímu, síðan lásu þau Arnór Karlsson, Sigurður Þorsteinsson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir og Bjarni Kristinsson upp úr gömlum fundagerða- bókum Ungmennafélagsins. Þar á eftir var sýnt smá brot úr leikritinu Ingveldi á Iðavöllum og kvöldvakan endaði með sleifarkeppni sem Gunnar Sverrisson þáverandi sleifarhafi stjórnaði. í tilefni af þessu þingi var haldin myndasýning úr sögu félagsins í Aratungu . Ég vona að sem flestir hafi séð þá sýningu og haft gaman af. Það framtak er þeim Arnóri, Sveini Sæland og Jens Pétri að þakka. Að endingu vil ég þakka öllum þeim sem réttu okkur hjálparhönd á þessu þingi kærlega fyrir. Kvöldið fyrir Héraðsþingið eða föstudagskvöldið 25. feb. var frumsýnt leikritið Ingveldur á Iðavöllum eftir Ingibjörgu Hjartar- dóttur og Sigrúnu Óskarsdóttur í leikstjórn Signýar Pálsdóttir og að því stóð leikdeild Umf. Bisk. Um eitthundrað og fjörutíu manns voru á frumsýningu og eitthvað færri á annari sýningu sem var 27. feb. Leikhópurinn getur verið mjög ánægður með undirtektir og þá jákvæðu dóma sem heyrst hafa ( þeir neikvæðu komast ekki inn fyrir okkar eyru). Ég sem formaður Ungmennafélagsins og ein úr leikhópnum vil þakka öllum þeim sem komu nálægt þessari uppfærslu fyrir ánægjulegt samstarf. íþróttirnar eru á sínum stað að venju og íþróttadeildin búin að halda sinn aðalfund og velja íþróttafólk ársins. M.S. íþróttamaður H.S.K. í borðtennis, Einar Páll Mímisson. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.