Litli Bergþór - 01.03.1994, Side 7

Litli Bergþór - 01.03.1994, Side 7
Hreppsnefndarfréttir Er búið að halda niðsvetrarfund? 3. Fundargerð atvinnumálanefndar frá 17. des. 1993. Lögð fram til kynningar og umræður urðu um sorpeyðingarmál, sem eru orðin mjög kostnaðarsöm. Þar kemur til greina og þykir álitlegt að koma upp brennsluofni, sem nýttur yrði fyrir allar uppsveitirnar og framleiddi heitt vatn. Þá yrði einni að taka upp flokkun sorps. Samþykkt að senda erindi um þetta mál til atvinnu og umhverfisnefndar. 4. Tónlistarskólinn. Kynnt var kostnaðaráætlun fyrir árið 1994 og kemur fram að Biskupstungnahreppur á að greiða kr. 1.801.680,-. 6. Ár fjölskyldunnar. Lesið bréf frá landsnenfd um „Ár fjölskyldunnar“ þar sem kynntar eru hugmyndir nefndarinnar. Einnig var kynnt átakið um ^^ „Sækjum ísland heim“ í tilefni af „Ári ( ) fjölskyldunnar11. Samþykkt var að kjósa Margréti Bóasdóttur formann nenfdar ^vegna „Árs fjölskyldunnar". ' ^ 7‘ Br3öabirgðaruppgjör - * :wrríl.skólamötuneytis sept.-des. 1993. i,.Þar kemur fram að máltíðin er á kr. 161,73. Rætt var um rekstur Aratungu og hvernig hægt sé að auka reksturinn. Samþykkt var að stefna að ■ því að ráða verkstjóra til hreppsins vorinu. Tilnefndir voru Guðmundur Ingólfsson á Iðu og Sveinn Sæland til að undirbúa málið fyrir næsta fund með oddvita. 8. Ferðamálanefnd - merkingar. Sveinn Sæland kynnti skilti fyrir þéttbýlin í sveitinni: Laugarás, Reykholt og Syðri-Reyki. Kostnaður sveitarinnar verður um kr. 200-300 þús. Samþykkt var að gera þetta. 9. Leikskólanefnd. Beiðni kom frá nokkrum foreldrum leikskólabarna að fella niður hluta af leikskólagjöldum í desember. Erindinu hafnað. 10. Önnur mál. Rætt var um slökkvistöðina. Þar kom fram að búið er að loka húsinu og panta hurðir, svo það hillir undir að hægt verði að taka húsið í notkun fyrir haustið. m e ð Fundur 8. febrúar 1994. 1. Oddur Már Gunnarsson og Valgeir Ingi Ólafsson komu á fundinn. Oddur Már fjallaði um starf sitt og skýrði frá starfsemi atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands. Valgeir Ingi ferðamálafulltrúi Suðurlands skýrði frá því í hverju starf hans er fólgið, einnig um útgáfu kynningarbæklinga. Eftir þeirra mál svöruðu þeir fyrirspurnum um atvinnu og ferðamál og spunnust út frá því nokkrar umræður. 2. Bréf U.M.F.Í. Lagt fram bréf frá U.M.F.Í. dags. 9. des '93, þar sem óskað er liðsinnis sveitarfélagsins við undirbúning og framkvæmd Landsmóts U.M.F.Í. að Laugarvatni 14.-17. júlí 1994. 3. BréfH.S.K. Lagt fram bréf frá H.S.K. dags. 10. jan '94 þar sem hreppsnefnd er boðið að styrkja sambandið vegna landsmóts U.M.F.Í. Hreppsnefnd samþykkir að leggja fram kr. 40.000 til H.S.K. vegna landsmóts. 4. Skarphéðinsþing í Aratungu. Gísli skýrði frá því að Skarphéðinsþing verði haldið í Aratungu 26.-27. febrúar '94. Ákveðið var að hreppsnefnd bjóði þingfulltrúum til hádegisverðar á sunnudeginum. 6. Skattur á skrifstofu og verslunarhúsnæði. Samþykkt var að leggja á sérstakan skatt á skrifstofu og verslunarhúsnæði 0,9%, sem er lágmark samkvæmt gildandi lögum. 9. Lögð fram fundargerð frá 22. nóvember 1993 um stofnun landgræðslufélags í Biskupstungum. 12. Uppgjör farfuglaheimilis. Lagt fram uppgjör Farfuglaheimilis í Reykholti fyrir 1993. Gistinætur voru 1717 og innkoma kr. 1.416.825,-. Húsaleiga af gistingu 16% kr. 226.692,-. 13. Söfnun vegna brunans á Stöllum. Safnast hafa um 2,5 millj. kr. Söfnun lýkur 8. febrúar 1994. 14. Kjartan sagði frá fundi íþróttahússnefndar með Valdemari Harðarsyni arkitekt. Sveinn Sæland vill ekki að sá möguleiki verði útilokaður að hægt verði að stækka húsið í löglega stærð fyrir handknattleik. Ég gefkost á i f prófkjöri hjá c i listun; Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.