Litli Bergþór - 01.03.1994, Side 8

Litli Bergþór - 01.03.1994, Side 8
Bamakór Biskupstungna A föstudaginn 4. febrúar s.l. kom Þórunn Valdemarsdóttir meö nemendur sína úr Kársnesskóla í kóræfingabúðir í Reykholt. Tekiö var á móti henni og kór hennar af Barnakór Biskupstungna og sungu nemendur 4., 5. og 6. bekkjar Reykholtsskóla þ.e. „miö kórinn" meö Kársneskórnum frá því kl. 15 fram á kvöld. Þá var haldin kvöldvaka, en áöur höföu börnin fengið mat hjá Katrínu úr skólamötuneytinu. Kársnesskólakór og Barnakór Biskupstungna syngja saman í Reykholtsskóla. Börnin skemmtu sér konunglega meö nýjum félögum og komu ekki heim fyrr en undir miönætti á föstudagskvöldið. Svo var byrjaö aö syngja aftur í býtiö á laugardagsmorgni og nú tóku allir nemendur 1. til 6. bekkjar þátt í æfingunni. Sungiö var fram aö hádegi. Þá var mannskapnum gefiö aö boröa og munu um 115-120 krakkar hafa verið í hádegismat. Katrín sá um matinn ásamt Brynhildi, en foreldrar barna úr kórnum komu henni til hjálpar bæöi á föstudag og á laugardag. Þaö voru miklu fleiri munnar en pantaö haföi verið fyrir en allir fengu þó nóg. Þórunn haföi ætlað aö koma hálfum mánuöi fyrr í æfingabúðir en þá frestaðist för vegna veöurs. Þaö mun hafa haft þær afleiðingar aö stööugt bættust fleiri í hópinn hjá henni. Til gamans má geta þess aö 10. bekkjar stúlkur voru í för meö Þórunni og var mjög gaman aö hlusta á söng þeirra. Þær hjálpuöu einnig yngri krökkunum viö raddsetningar og voru okkar börn mjög hrifin af þessum stúlkum enda þær til fyrirmyndar aö öllu leyti. Þaö er eins og endranær ýmislegt á döfinni varðandi barnakórsmál. Stjórn foreldrasamtakanna var valin á fundi og skemmtun sem kórinn hélt foreldrum í nóvember s.l. Þaö var vel mætt og mjög gaman aö allra mati. Börnin sem lengst eru komin í söng syngja orðið þríraddaö og hefur kórinn vaxiö mjög aö færni undanfarna mánuöi. Æft er einu sinni í viku innan veggja skólans þ.e. á skólatíma en Hilmari þykir mjög mikilvægt aö börnin syngi meira saman og æfi sig oftar, svo aö brugðið var á þaö ráö aö nemendur 4., 5. og 6. bekkjar æfa eftir skóla á þriðjudögum í 2 klst. Kórinn mun sinna krikjunni þannig aö hann kemur fram í messu einu sinni í mánuði, annaö hvort allur eöa hluti hans. Ýmsar uppákomur hafa nú þegar oröiö, svo sem aö í febrúar var haldin æfingahelgi meö Guöfinnu Dóru, kórstjóra Flataskóla og síöan sungu kórarnir viö messu í Skálholti sunnudaginn 20. febrúar. Þann 5. mars var æfingadagur barnakóra í Árnesprófastdæmi á Selfossi og daginn eftir 6. mars sungu börnin viö æskulýðsmessu á Torfastöðum. Svo er ætlunin aö syngja við páskamessu í Skálholti á páskadag. Síöastliöiö vor heimsótti barnakórinn úr Vík okkar kór og nú á aö endurgjalda heimsóknina. Því er áætlað vorferöalag til Víkur í Mýrdal helgina 30. apríl - 1. maí. Komiö hefur til tals aö vera meö einhverja fjölskylduskemmtun í tilefni af ári fjölskyldunnar en ekkert er enn búiö aö ákveöa í þeim efnum. Gaman væri ef fólk sem hefur hugmyndir og vilja til aö vinna aö einhverju slíku kæmi fram meö þær. Síðast en ekki síst er aö segja frá því aö kórnum hefur borist boö frá Kalundborg í Danmörku um aö taka þátt í árlegu kóramóti þar sem haldið veröur 21 .-23. apríl 1995. Vinkona Michaels tónlistarkennara (hún stjórnar barnakór í Danmörku) var hér á afmælishátíð Torfastaöakirkju þann 31. október s.l. og þá heyröi hún börnin okkar syngja. Hún varö svo hrifin aö hún sendi kórnum boö um þátttöku í kóramótinu og nú er bara aö sjá hverjar undirtektir veröa hjá foreldrum, stjórnanda (Hilmari) og börnunum. Svona ferö útheimtir mikinn undirbúning allra svo hún verður ekki farin nema aö Björt, Svanhvít og Elín með leik á kvöldvöku. Guðfinna Dóra og krakkarnir fylgjast með afáhuga. allir leggist á eitt um aö vilja slíkt og aö veita því brautargengi. D.K. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.