Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 13

Litli Bergþór - 01.03.1994, Blaðsíða 13
Unglingsárin - v Unglingar eru aö mínu mati sá aldurshópur sem oft verður undiroka í samfélaginu og sem oftast veröur kennt um allt sem aflaga fer. En því miður er stór hópur fólks sem vill dæma alla unglinga sem einn hóp af einskinsverðum „lúserum“ en það áttar sig bara ekki á að lang flestir unglingar eru í raun hið besta fólk. Sumir unglingar geta stundum orðið of pirrandi en fólk á ekki að láta það ráða afstöðu sinni til unglinga yfirleitt. Þó að ég sé ekki nema 11 ára þá skil ég málstað unglinga mjög vel því þeir eru stórlega misskilinn og hundsaður aldurshópur. _____________________________________________________Stefán Ólafsson 5. bekk. Mörgum finnast unglingsárin erfiðasti tími lífs síns. Þá breytist barnið í fullorðna manneskju. Þetta tímabil er oft nefnt gelgjuskeiðið. Hér í skólanum eru margir á gelgjuskeiðinu. Strákarnir sem stunda borðtennis fyrir framan stofuna okkar geta verið mjög dónalegir við okkur (aðallega stelpurnar). Við megum ekki sitja nálægt borðtennisborðunum, en ef við gerum það eigum við fótum fjör að launa. Ég á engin eldri systkini en ég þekki stelpu sem er fjórum árum eldri en ég og ég lék mér oft við hana. Síðan flutti hún burt. Nú nýlega fórum við í heimsókn til þessa fólks. Þá lét hún sem ég væri ekki til. Ég varð líka mjög hissa þegar litli bróðir hennar upplýsti mig um það að hún væri byrjuð með strák. Gamla vinkonan mín með strák. Þá sá ég að hún er á gelgjuskeiðinu. Ég veit að ég á líka eftir að verða svona og ef til vill enn verri en þeir sem ég hef verið að lýsa. Því segi ég bara við alla sem eru á þessu skeiði: „Gangi ykkur vel.“ v_________________________________________Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir 5. bekk. - ” \ Unglingsárin geta verið erfitt tímabil fyrir marga. Þá koma ýmsar breytingar í Ijós og sumir geta orðið dálítið ruglaðir, en aðrir finna ekkert á sér. Þetta er stundum kallað gelgjuskeiðið. Stundum eru unglingar alveg í kerfi, af því ný bóla er vaxin í andlitinu og eyrun eru of útstæð. Næsta dag er hægt að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Sumir spá í ýmis verkefni (þar á meðal borðtennis) og ef það er gaman þá er ekki hægt að „slíta“ þá frá því. Margir lenda í fíkniefnum af því að það verður að vera töff eins og hinir, annars lenda þeir útundan. Minnimáttarkennd getur orðið mjög mikil, hún getur komið fram í ýmsum formum eins og að stríða og lemja minnimáttar. En það er líka eins gott að þetta gengur fyrir hjá flestum. Guðbjört Gylfadóttir 6. bekk. v___________________________________________________________________________________J Ljóð eftir Gunnar Örn Þórðarson 6. bekk. Hugarástand Ekkert er eilíft Glataðir hæfileikar Úr friðsælu þorpi Tröllið breytist Situr í algjöra auðn stein fyrir stein horfir út um gluggann svartir málmfuglar fljúga yfir fugl flýgur kastar hæfileikum. eyðileqqinqu oq manndráo eldist Veit hvað 1 • 1 er Pólland verður gamall en svarar ekki dæminu. ísraelar, eldist, eldist undir nasistastjórn. steinar hrynja Gyðingar í útrýmingarbúðum. hverfa Gasklefar, fuglinn deyr þrælkun, hverfur, fjöldamorð. Á annar kemur brýst út inn í sólina. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.