Litli Bergþór - 01.03.1995, Qupperneq 10

Litli Bergþór - 01.03.1995, Qupperneq 10
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Ólafur Bjarni Loftsson. Körfuknattleiksmaður ársins Þegar það var nefnt við mig að velja körfuknattleiksmann ársins upphófst þögn, þá stuna, loks andvarp. Þannig er nefnilega háttað að sá hópur ungra körfuknattleiksmanna og kvenna sem ég hef leiðbeint í vetur er sérstsklega jafn bæði hvað varðar drengi og stúlkur. Ég held, að flestir ef ekki allir í hópnum eigi eitthvað tilkall til titilsins. Aðeins einn hlýtur hann þó ár hvert að þessu sinni er það Ólafur Bjarni Loftsson. Ólafur er góð fyrirmynd annarra í framkomu og mætingu, maður, sem hvetur félagana áfram hvað sem á dynur og gefst ekki upp. Hann hlýtur því titilinn að öðrum ólöstuðum. Ólafur Bjarni, til hamingju. Þú ert vel að þessu kominn. Samviskusemi þín og dugnaður við æfingar geta fleytt þér langt. Megir þú njóta íþróttanna sem lengst og íþróttirnar þín. Freyr Ólafsson, þjálfari. Knattspyrnumaður ársins Knattspyrnumaður ársins að þessu sinni er Axel Sæland og er vel að þeim titli kominn. Ekki er nóg með að hann sé góður knattspyrnumaður, heldur er mæting og framkoma hans á velli og utan hans, til fyrirmyndar. Þess má geta að fara með liðið til keppni er mjög ánægjulegt og „vandræðalaust" og liðinu mikill sómi að. Ég vil þakka öllum þeim sem komu nálægt knattspyrnunni síðasta sumar: krökkunum, foreldrum, og stjórnendum Ungmennafélagsins fyrir samstarfið síðasta sumar. Haldið áfram á sömu braut. Hjörtur Fr. Vigfússon, þjálfari. Axel Sœland. Arangur íþróttamanna UMF. Bisk. 1994 íslandsmet: Tómas Grétar Gunnarsson Stangarstökk 20 ár og yngri 4,3 lm. íslandsmeistarar: Tómas Grétar Gunnarsson Stangarstökk 20 ár og yngri 4,3 lm. Tómas Grétar Gunnarsson Hástökk l,90m. Landsmót UMFÍ Tómas Grétar Gunnarsson hástökk karla l,91m. Skarphéðinsmeistarar: Frjálsar íþróttir Tómas Grétar Gunnarsson grein fl. árangur hástökk______karlar 1,90m. stangarstökk karlar 3,80m. Borðtennis Georg Kári Hilmarsson einliðaleikur strákar 11-12 ára Ingimar Ari Jensson einliðaleikur piltar 14-15 ára Einar Páll Mímisson einliðaleikur drengir 16-17 ára Suðurlandsmeistarar borðtennis A-sveit UMFBisk Axel Sœland, Guðni Páll Sœland, Ingimar Ari Jensson og Þorvaldur Skúli Pálsson Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.