Litli Bergþór - 01.03.1995, Qupperneq 21

Litli Bergþór - 01.03.1995, Qupperneq 21
Kórínn í söfnunarherferð í Kringlunni 18. nóv. 94. Börnin og Hilmar hafa lagt á sig óhemju vinnu við æfingar og lætur árangurinn ekki á sér standa. Tvennir tónleikar voru haldnir á aðventunni í Skálholti, annarsvegar með kór Menntaskólans að Laugarvatni og hinsvegar með Skálholtskór. Öllum bar saman um að þessir tónleikar tókust með afbrigðum og hrein unun var að hlusta á söng barnanna. Skólinn setti á svið tvo söngleiki, annan Stúlkan með eldspýturnar með eldri nemendum og kórfélögum og hinn Dimmalimm með yngri börnunum. Þótt þetta starf hafi e.t.v. ekki verið beint starf kórsins þá tóku allir kórfélagar þátt í þessum söngleikjum auk fleiri nemenda úr skólanum og flutningur barnanna var mjög góður og skemmtilegur áheyrnar. Það er mjög mikilvægt að hlúa að því starfi sem nú hefur verið unnið. Það er alveg ómetanlegt sveitarfélagi eins og Biskupstungum að hafa nú loks fengið að njóta þess að hafa áhugasaman tónlistarmann sem er tilbúinn til að leggja á sig ómælda vinnu til að glæða áhuga barnanna á tónlist. Þetta ber að styðja og þetta hafa safnaðarnefndir og hreppsnefnd auk annarra stutt. Þakkar stjórn Foreldrafélagsins innilega veittan stuðning. D.K. Atriði úr Dimmalimm. Atriði úr Litlu stúlkunni með eldspvturnar. BISK-VERK Tökum að okkur alla byggingastarfsemi Nýsmíði - Viðhald Sumarhúsaþj ónus ta Þorsteinn Þórarinsson, sími 68862 Skúli Sveinsson.......... 68982 Bflasími 985-35391 Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.