Litli Bergþór - 01.07.1998, Qupperneq 8

Litli Bergþór - 01.07.1998, Qupperneq 8
Hreppsnefndarfréttir Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps 1994-1998. F.v. Svavar Sveinsson, Drumboddsstöðum, Guðmundur Ingólfsson, Iðu, Kjartan Sveinsson, Brceðratungu, Gísli Einarsson, oddviti, Kjarnholtum, Sveinn A Sœland, Espiflöt, Drífa Kristjánsdóttir, Torfastöðum, og Páll M. Skúlason, Kvistholti. Hreppsnefndarfundur 8. júní 1998. Fundinn sátu nýkjörnir fulltrúar í nefndinni. Af H-lista: Sveinn Sæland, Margrét Baldursdóttir og Páll M. Skúlason. Af K-lista: Margeir Ingólfsson, Svavar Sveinsson og Sigurlaug Angantýsdóttir. Af L-lista: Agla Snorradóttir. Sveinn Sæland setti fund og fól Páli M. Skúlasyni að rita fundargerð. Kjör oddvita, varaoddvita og ritara. Sveinn Sæland var kjörinn oddviti með 7 atkvæðum. Hann þakkaði traustið og tók síðan við fundarstjóm sem slíkur. Margrét Baldursdóttir var kjörin varaoddviti og Sigurlaug Angantýsdóttir ritari. Lögð fram tillaga um að í hreppsráð til eins árs verði kosin: Margeir Ingólfsson formaður, Svavar Sveinsson varaformaður og Sveinn Sæland. Til vara Sigurlaug Angantýsdóttir, Páll M. Skúlason og Margrét Baldursdóttir. Tillagan var samþykkt. Lögð fram tillaga um fulltrúa í skólanefnd: Formaður Kristján Valur Ingólfsson, Margeir Ingólfsson og Aðalheiður Helgadóttir. Til vara: Páll M. Skúlason varaformaður, Kjartan Sveinsson og Gylfi Haraldsson. Tillagan var samþykkt. Lögð fram tillaga um fulltrúa í kjörstjórn: Sigurður Erlendsson formaður, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir og Gústaf Sæland. Til vara Elínborg Sigurðardóttir og Pétur Skarphéðinsson. Tillagan var samþykkt. Lögð fram tillaga um fulltrúa í svæðisbama- vemdamefnd: Hólmfríður Ingólfsdóttir og Margrét Baldursdóttir til vara. Tillagan var samþykkt. Samþykkt var að fulltrúar hreppsins í undirbúningi sameiningarkosninga þann 27. júní 1998 verði áfram þeir Svavar Sveinsson og Páll M. Skúlason. Samþykkt var tillaga um að sveitarsjóður kostaði samkomu til heiðurs Gísla Einarssyni fráfarandi oddvita, þann 12. júní n.k. áætlaður kostnaður 250 - 300 þúsund. Samþykkt var tillaga um að Svavar Sveinsson verði áfram fulltrúi hreppsnefndar í stjóm Minningarsjóðs Biskupstungna. Hreppsnefndarfundur 15. júní 1998. Samþykkt var tillaga um að Sveinn A. Sæland fái prókúmumboð í stað Gísla Einarssonar. Varðandi breytingu á deiliskipulagi að Brattholti í Biskupstungum. Samþykkt var að fela oddvita að ganga frá málum, svo framarlega að ekki komi fram athugasemdir sem berast áttu fyrir 15. júní 1998. Hreppsráðsfundur 16. júní 1998. Bréf Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem lofað er láni upp á 10 milljónir á þessu ári, 40% greitt 1. ágúst, 30% 1. október, 30% 1. des. Bréf Renötu Vilhjálmsdóttur þar sem farið er fram á endurbætur á kennsluaðstöðu í heimilisfræði og fl. Skólanefnd falið að kanna málið. Bréf Foreldrafélags Reykholtsskóla þar sem farið er fram á fjárstyrk til að halda foreldrafæmisnámskeið. Samþykkt að veita allt að kr. 50 þús. til verkefnisins. Bréf Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Efni: Lokauppgjör Sérdeildar Suðurlands. Greiðsla Biskups- tungnahrepps kr. 196,3 á íbúa, samtals kr. 101.291,-- Beiðni Hlífar Pálsdóttur um að framlengja vínveitingaleyfi fyrir veitingastofuna við Iðubrú í Laugarási. Hreppsráð samþykkir erindið. Beiðni Kristjáns Vals Ingólfssonar um endumýjun á vínveitingaleyfi til veitingastofu í Skálholtsskóla. Hreppsáð samþykkir erindið. Hreppsráð samþykkir að sækja um styrk til Fjallvegasjóðs til gerðar vegslóða af Kjalvegi á Bláfellshálsi vestur að Langjökli og verði Biskupstungnahreppur veghaldari. Gengið var frá umsókn þar að lútandi um 1 milljón kr. styrk. Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.