Litli Bergþór - 01.07.1998, Page 10

Litli Bergþór - 01.07.1998, Page 10
Sveitarstjórnar- og sameiningarkosningar Einhver umræða byrjaði um hreppsnefndarkosningar, þegar Gísli oddviti greindi frá því í fyrravor að hann myndi ekki gefa kost á endurkjöri oftar. Lengi vel var hún þó ekki mjög áberandi, og voru ýmsir fréttaþyrstir famir að kvarta undan því að ekkert heyrðist um framboð eða annan undirbúning kosninganna. A útmánuðum fer svo að fréttast að fundum forráðamanna listanna, sem buðu fram síðast. Mörgum kom á óvart að heyra að samkomulag hefði tekist milli forystumanna þessara lista að stefna að því að ekki yrðu boðnir fram listar að þessu sinni og kosningar því óbundnar. Sá vamagli var þó sleginn að þeir yrðu að vera við því búnir að einhverjir aðrir legðu fram lista og bjóða þá einnig fram. Fyrst fréttist af undirbúningi Stígs Sæland og félaga hans að framboði. í kosningalögum er kveðið á um að komi aðeins fram einn framboðslisti skuli framboðsfrestur framlengdur um tvo sólarhringa. Þegar heyrðist af undirbúningi annars framboðs, sem þá var oft kennt við Vegatungu, var ljóst að við þurfti að bregðast áður en framboðsfrestur rynni út til að fráfarandi hreppsnefndarmenn og fylgismenn þeirra hefðu möguleika á framboði. Fyrir lok framboðsfrests voru lagðir fram fjórir listar. Þrír vom með 14 frambjóðendur en einn með 7, sem er nóg samkvæmt lögum. Þessir listar voru þannig skipaðir: H-listi óháðra. 1. Sveinn A. Sæland, garðyrkjubóndi, Espiflöt. 2. Margrét Baldursdóttir, húsmóðir, Króki. 3. Páll M. Skúlason, námsráðgjafi, Kvistholti. 4. Geirþrúður Sighvatsdóttir, lyfjafræðingur, Miðhúsum. 5. Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir, Gýgjarhólskoti. 6. Jens Pétur Jóhannsson, rafvirkjameistari, Laugarási. 7. Helgi Guðmundsson, bóndi, Hrosshaga. 8. Þórdís Sigfúsdóttir, verkakona, Reyniflöt. 9. Aðalheiður Helgadóttir, garðyrkjubóndi, Varmagerði. 10. Magnús Ásbjömsson, garðyrkjumaður, Birkilundi. I 1. Hólmfríður Bjarnadóttir, fararstjóri, Skálholti. 12. Pétur Skarphéðinsson, læknir, Launrétt. 13. Jóhanna Lind Ásgeirsdóttir, verkakona, Hrísholti. 14. Sverrir Gunnarsson, bóndi, Hrosshga. K-listi samstarfsniannu um sveitarstjórnarmál. 1. Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri, Brú. 2. Svavar Sveinsson, bóndi, Drumboddsstöðum. 3. Sigurlaug A. Angantýsdóttir, kennari, Heiðmörk. 4. Guðmundur Ingólfsson, vélvirkjameistari. Iðu. 5. Guttormur Bjamason, bóndi, Skálholti. 6. Kristinn Antonsson, bóndi, Fellskoti, 7. Guðmundur Sigurðsson, bóndi, Vatnsleysu. 8. Hákon Páll Gunnlaugsson, húsasmiður, Hvítárbakka. 9. Camilla G. Olafsdóttir, bóndi, Ásakoti. 10. Guðný Rósa Magnúsdóttir, afgreiðsludama, Tjörn. 11. Jón Harry Njarðarson, bóndi, Brattholti. 12. Bjami Kristinsson, kaupmaður, Brautarhóli. 13. Kjartan Sveinsson, bóndi, Bræðratungu. 14. Gísli Einarsson, oddviti, Kjarnholtum. L-listi lýðræðissinna. 1. Agla Snorradóttir, kennari, Vegatungu. 2. Þorsteinn Þórarinsson, byggingameistari, Hábrún. 3. Brynjar G. Sigurðsson, bóndi, Heiði. 4. Erla Káradóttir, launþegi, Miðholti 1. 5. Gunnar Ingvarsson, bóndi, Efri-Reykjum. 6. Kristján Kristjánsson, bóndi, Borgarholti. 7. Sigurjón Kristinsson, verkamaður, Kistuholti 21. 8. Ottar Bragi Þráinsson, bóndi, Miklaholti. 9. Þórður Jóhannes Halldórsson, bóndi, Litla-Fljóti. 10. Gísli G. Guðmundsson, húsasmiður, Norðurbrún. 11. Oddur Óskar Pálsson, vélamaður, Brekkuskógi. 12. Eyvindur Magnús Jónasson, bóndi, Kjóastöðum 1. 13. Sveinn Skúlason, bóndi, Bræðratungu. 14. Sigurður Þorsteinsson, bóndi, Heiði. S-listi Stígs Sæland. 1. Stígur Sæland, garðyrkjubóndi, Stóra-Fljóti. 2. Óskar Tómas Guðmundsson, bifreiðastjóri, Múla. 3. Sigurður Guðmundsson, líffræðingur, Reykjavöllum. 4. Sigurjón Sæland, búfræðingur, Kistuholti 16 b. 5. Sigurjón P. Guðmundsson, bifreiðast., Kistuholti 16a. 6. Snorri Guðjónsson, bóndi og verkstjóri, Tjöm. 7. Jónas Þórisson, garðyrkjubóndi, Birkilundi. Nokkrar breytingar voru á efstu sætum þeirra lista, er áður höfðu boðið fram. Á H-lista var Margrét á Króki í öðm sæti, sem Drífa á Torfastöðum var í áður. Margeir á Brú var í efsta sæti á K - lista í stað móðurbróður síns, Gísla í Kjamholtum, og Sigurlaug í Heiðmörk var í 3. sæti, sem Kjartan í Tungu hafði verið í áður. Kosningabaráttan. Allir listar gáfu út fjölfaldaðar stefnuskrár, sem dreift var á heimilin í sveitinni. Hér verður gerð grein fyrir helstu atriðum þeirra og borin saman stefna listanna. a. Stjórnun og fjármál: H-, K- og L- listi leggja til að ráðinn verði sveitarstjóri. L-listinn vill að Tungnatíðindi verði vettvangur „sveitarumrœðu,“ og þar verði birtar niðurstöður og ályktanir hreppsnefndar og fundargerðir nefnda. H-listinn leggur til að ,fréttir af sveitarstjórnarmálum verði gerðar aðgengilegri og haldnir almennir sveitaijundir“. K-, H- og L-listi láta í ljós þá skoðun að fjárhagur sveitarfélagsins sé þröngur vegna fjárfrekra framkvæmda og gæta þurfi aðhalds í rekstri. Skóla- og menningarmál: Frambjóðendur H- og K-lista byrja þennan kafla með sama orðalagi: „Skólamál eru stœrsti og ndkilvœgasti málaflokkur sveitarinnar (-félagsins)" Hjá báðum er farið nokkmm orðum um góða aðstöðu í skólanum, en hjá þeim fyrmefnda er lögð áhersla á að „efla búnaðfyrir verklega fræðslu“ og auka tengsl skólans við „atvinnulíf sveitarinnar“. Álit K-lista er m. a. orðað svo: „með samvinnu og jákvœðu átaki hefur Reykholtsskóli alla burði til að vera Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.