Litli Bergþór - 01.07.1998, Qupperneq 11
afbragðs uppeldis- og menntastofnun og að því skal
stefnt á öllum tímum.“ Báðir þessir listar leggja áherslu á
samvinnu leikskóla og grunnskóla og K-listinn leggur til
„að sameina skóla- og leikskólanefndir.“ Hann vill að
leikskólinn fái meira húsnæði og í framtíðinni verði
komið „upp húsnœði sem uppfylli þœr kröfur sem gerðar
eru til leikskóla í dag.“
H-listi vill „stefna að samstarfi við önnur sveitarfélög
í skólamálum ", en K-listinn leggur til „stofnun
skólasamlags með nágrannasveitrarfélögunum og stefnt
að skipun sameiginlegrar skólanefndar fyrir svæðið. “
Hjá L-lista kveður nokkuð við annan tón í þessu efni.
Lýst er ánægju með starf leikskólans en gerð krafa „um
lengingu vistunartíma bœðifyrir þá sem þurfa
heilsársvistun og þá sem þurfa lengingu daglegrar
opnunar. “
Nokkur atriði úr kafla L-listans um grunnskólann eru:
„I skólamálum er mikil gerjun í samfélaginu..........
Hreppsnefnd getur komið að skólanum með því að bæta
aðbúnað þeirra sem starfa þar..........Til þess að
starfið í skólanum nái árangri, þarfað nást ásættanleg
niðurstaða þeirra sem koma að þessum vinnustað og
skapa vinnufrið í kringum hann. Það gerist ekki nema
með sameiginlegu átaki allra. Gerum börnin okkar
fremst meðal jafningja. “
S-listinn vill efla „íþróttaiðkun fyrir alla“ og styðja
„kaup á áhöldum til íþróttaiðkunar barna og Jullorðinna
í nýja íþróttahúsinu. “
K-listinn segir um menningarmál: „standa vörð um
menningarlífið í sveitinni, svo sem tónlist og leiklist.
Afram skal haldið uppbyggingu bókasafns. “
c. Atvinnu- og ferðamál:
S-listi vill að: „ Verð til raflýsingar ígróðurhúsum og
rafmagn til bœnda lœkki niður í álverðstaxta. “ Hann
leggur einnig til að atvinnutækifærum verði fjölgað „með
stuðningi við hefðbundnar búgreinar og stuðlun að
uppbyggingu nýrra atvinnugreina þar á meðal í
ferðaþjónustu. Stuðla að menn með góðar hugmyndir
komi inn í sveitina. “ Einnig er látin í ljós sú skoðun „að
við eigum aðfá Geysisgos skilyrðislaust. “ Svo og „að
sett verði upp markaðstorg á Laug. “ Fleiri atriði eru
nefnd, svo sem að efla þjónustu við þá sem eru með
hálendisferðir, aukin þjónusta á Hveravöllum, byggingu
stærri gististaða og opnun minjagripaverslunar á
hálendinu. Listinn vill stuðla að bættum samgöngum, en
„ekki megi laga vegi á hálendinu svo að ferðamenn missi
afþeirri upplifun sem er aðfara ífjallaferð. “ Hann
heitir að berjast fyrir því „að byggð verði kajflstofa sem
verði opin allt árið. “
L-listi telur grundvallaratriði að næg vinna sé fyrir
alla, og til þess þuifi „allir sem einn að vinna að
uppbyggingu atvinnulífsins. “ Lýst er ánægju með störf
ferðamálfulltrúa og þeirri von „að það starf gefi enn
frekari árangur. “ Sem dæmi um ný atvinnutækifæri er
nefnt „að reyna að laða að fyrirtœki með fjarvinnslu-
verkefni, stuðla að og þrýsta á um aukna þjónustu í
sveitarfélaginu, svo sem meiri bankaþjónustu og aukna
póstþjónustu. “
K-listi vill stuðla „að áframhaldandi uppbyggingu
atvinnutœkifœra án þess að taka beinan þátt í rekstrinum.
Einnig að áfram verði unnið „markvisst að aukinni
ferðaþjónustu, leitast við að hafa áhriftil eflingar
hefðbundinna landbúnaðargreina og ylrœktar. “
H-listinn minnir á að sveitin geti „fóstrað
mismunandi atvinnustarfsemi, ekki síst þá sem byggir á
miklu og góðu heitu og köldu vatni. Þá eru sögustaðir
og náttúruperlur uppspretta tækfæra til
atvinnusköpunar. “ Lagt er til að: „ Unnið verði eftir
skýrslu um stefnumótun íferðamálum, til eflingar
ferðaþjónustu á svæðinu til framtíðar. “ Einnig:
„Atvinnumálanefnd vinni að eflingu fjölbreytts
atvinnulífs, með fjölgun starfa að markmiði. “ Kostir
sveitarinnar fyrir mismunandi atvinnugreinar verði
kynntir, löðuð að ný starfsemi og íbúamir efldir til
athafna. „Afram verði starfandi sameiginlegur
ferðamálfulltrúi. “
d. Heilbrigðis- og félagsmál:
H-listi fagnar nýrri heilsugæslustöð og leggur til „ enn
frekari eflingu heilsugœslunnar í Laugarási með því að
stuðla að byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða.
Stefnt verði að aukinni samvinnu við sveitarfélög á
svæðinu til að efla heimaþjónustu viðfatlaða og aldraða,
svo að þeir geti verið sem lengst heima. “ Lagt er til að
athuga „með ráðningu sálfrœðings til meðferðar- og
greiningarstarfa. “ „ Stefnt verði að sameiginlegri
félagsþjónustu í uppsveitum með ráðningu
félagsráðgjafa. “ „Félagsstarf ungra jafnt sem aldraðra
verði Styrkt eftir megni og mennigarstarfi sinnt eftir
föngum. “
K-listinn vill: „standa við bakið á félagsstarfsemi í
sveitinni eftir því sem aðstœður leyfa. “ „Lögð er áhersla
á að samhliða þjónustunni við aldraða í Bergholti geti
aldraðir búið sem lengst í eigin húsnœði og notið
félagslegrar þjónustu, hér eftir sem hingað til. “
L-listinn rökstyður vilja sinn að styðja alla
félagsstarfsemi í sveitinni með því að sagt er „að maður
er manns gaman. “ Talið er að laga þurfi „aðgengi og
aðkomu“ að húsnæði aldraðra og lýst vilja til að
„gönugstígur verði lagðurfrá Bergholti að Aratungu. “
Lýst er ánægju með nýju heilsugæslustöðina og vilja til
að „ standa vörð um hana. “ „ Við hlökkum til að sjá
verða að veruleika tannlœknaþjónustu og sjúkraþjálfun í
sveitinni. “
S-listinn heitir því að „stuðla að skemmtiskokki og
útivist. “ Einnig er mælt með „göngubraut íholtinufyrir
ofan Reykholt sem næði niðurfyrir Krummakletta.
Komið verði upp nestisborðum við Reykholtshver og
fram við Krummakletta. “ Hann „ berst gegn eiturlyfjum
og stuðlum að forvörnum gegn þeim. “
e. Samgöngur:
S-listi vill brú á Hvítá við Bræðratungu fyrir aldamót,
beinan veg að Flúðum og bundið slitlag á
Biskupstungnabraut frá Felli að Múla og á Reykajveg.
L-listinn telur að sveitarstjóm þurfi „að berjast að
Litli - Bergþór 11