Litli Bergþór - 01.07.1998, Qupperneq 13

Litli Bergþór - 01.07.1998, Qupperneq 13
U.M.F. Biskupstungna Körfuboltinn í vetur Nú þegar körfuboltatímabilinu er lokið er rétt að gera upp stöðu mála. Við tókum þátt í fjölda móta og hér koma úrslit þeirra. Elsti flokkurinn sem æfði körfubolta í vetur var 10. flokkur drengja, en þeir voru ellefu. Þeir byrjuðu haustið á því að taka þátt í hraðmóti HSK og lentu þar í 2. sæti svo menn voru bjartsýnir á veturinn. I Héraðsmóti drengja tóku 11 lið þátt og var skiptst á að leika heima og úti. Okkar heimavöllur var á Laugarvatni þar sem æfingamar fóru einnig fram. Staðan í lokin varð sú að við lentum í 6. sæti með 10 stig. Unnum fimm leiki og töpuðum fimm. Bóas Kristjánsson var 5. stigahæsti maður mótsins með 198 stig, en sá sem varð stigahæstur var með 202 stig. Georg Kári Hilmarsson varð 7. í röðinni með 162 stig. Til hamingju strákar. í 8. flokki vom í raun aðeins fimm strákar og vorum við því líka með yngri stráka í leikjunum í þeim flokki. Þeir spiluðu einn æfingaleik á Flúðum fljótlega eftir áramótin. Síðan leið og beið alveg fram í apríl að þá fyrst var haldið Héraðsmót fyrir þá. Það vom tvær umferðir, sú fyrri að Laugarlandi og sú seinni að Flúðum. Þetta voru langir dagar. Stuttir leikir og mikill tími sem fór í að bíða eftir næsta leik, en liðin voru 6 og aðeins spilað á einum velli. Það var almenn óánægja með þetta fyrirkomulag hjá þjálfurum liðanna og verður það vonandi lagað fyrir næsta tímabil. Okkar drengir urðu neðstir í báðum umferðum, töpuðu öllum leikjunum. Síðan kepptu þeir á Garðyrkjumótinu sem Hrunamenn sáu um í þetta sinn. þar urðu þeir í þriðja sæti, töpuðu fyrir Hrunamönnum sem unnu mótið og einnig Laugdælum, en unnu síðan Hvöt. í 6. flokki æfðu sjö strákar.þeir spiluðu líka æfingaleik á Flúðum. þeir spiluðu síðan í Héraðsmótinu, það voru tvær umferðir sem báðar fóru fram í þorlákshöfn. Það voru 5 lið sem tóku þátt í mótinu og það var spilað á tveimur völlum í einu. Þetta var mjög skemmtilegt mót og fór í alla staði mjög vel fram og stóðst allar tímaáætlanir. Okkar menn lentu í þriðja sæti í báðum umferðum, töpuðu fyrir Hrunamönnum sem unnu mótið og einnig Þór, unnu Garp og Selfoss. Síðan spiluðu þeir við Hrunamenn í Garðyrkjumótinu og töpuðu þeim leik, hin félögin áttu ekki lið í þessum flokki. Við sendum nokkra stráka á dómaranámskeið í körfubolta sem haldið var á vegum HSK. það er alveg nauðsynlegt fyrir okkur að eiga dómara með réttindi. Þeir voru fjóri frá okkur sem náðu prófinu. Það voru Sveinn Svavarsson, Axel Sæland, Birgir Páll Marteinsson og Bóas Kristjánsson. í lok tímabilsins gerðum við okkur það til skemmtunnar að fara á einn úrslitaleik í íslandsmótinu í körfubolta karla, þar sem spiluðu Njarðvíkingar og Keflvíkingar. Keflvrkingar sigruðu í þessum leik. Fannar Ólafsson spilaði með þeim í vetur og er hann reyndar núna einnig kominn í landsliðið. Til hamingju Fannar. Eg vil svo að lokum þakka öllum sem hafa stutt okkur og þá sérstaklega dómarana sem dæmdu leikina fyrir okkur og foreldrana ■ :. m þurftu að keyra bæði á leiki og á æfíngar í allan vetur. Ég vona að strákamir sem spiluðu með hafi haft gagn og gaman af og vonandi sjáum við stelpur líka í körfuboltanum næsta vetur. Sjáumst í nýju íþróttahúsi á næsta körfuboltatímabili. Kveðja Áslaug Sveitarstjórnar- og sameiningarkosningar frh... Urslitin voru á þessa leið: Atkvæði greiddufjöldi Þingvallasveit: Laugardalur: Biskupstungur: Hrunamannahr.: Skeiðahreppur: Samtals ifjöldi % Já sögðu: fjöldi % Nei sögðu: fjöldi % Auðir og ógildir: 24 75,0 Þing 16 66,67 Þing. 8 33,33 Þing. 0 82 50,0 Laug. 66 80,49 Laug. 16 19,51 Laug. 0 211 60,0 Bisk. 151 71,56 Bisk. 59 27,96 Bisk. 1 246 56,8 Hrun.. 151 61,38 Hrun. 92 37,40 Hrun. 3 120 69.4 Skeið. 23 19.17 Skeið. 97 80.83 Skeið. 0 683 Samtals 407 59,59 Samtals 272 39,82. Samtals 4 Formaður sameiningarnefnda, Sigurður Ingi Jóhannsson, hafði þau ummæli eftir að þessi úrslit lágu fyrir að þau væru áskorun til sveitarstjómarmanna í hreppunum , sem sameiningin var samþykkt í, að halda áfram undirbúningi að sameiningu. Oddvitar Hmnamanna-og Biskupstungnahrepps hafa ekki tekið undir það. A. K. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.