Litli Bergþór - 01.07.1998, Side 31

Litli Bergþór - 01.07.1998, Side 31
Frá Slysavarnadeild Ég ætla að greina frá því helsta sem fram hefur farið hjá Slysavamadeild og sveit Biskupstungna á síðastliðnu ári. Lítið var um æfingar hjá okkur, þar sem tveimur stórum æfingum sem halda átti inni á Kili í vetur var frestað um ótiltekinn tíma vegna snjóleysis. Magnús, Rex (hundurinn hans Magnúsar) og ég fórum á æfingu vestur á Reykjanes í Isafjarðardjúpi sem stóð yfir í fimm daga. Þetta var svokallað sumamámskeið Björgunarhundasveitar Islands. Námskeiðið var þannig upp sett að á daginN vom haldnar æfingar í víðavangsleit í fjöllunum í kring þar sem mönnum og hundum var skipt niður eftir getu í byrjendahópi og lengra komna. Kennslan í byrjendahópnum fólst mest í því að hópurinn var í því að láta hundana gefa merki um að þeir hefðu fundið mann. Hópur þeirra sem lengra voru komnir var látinn taka fyrir ákveðin stór svæði til að leita, þar sem einn til þrír aðilar voru faldir, áttu maður og hundur að leysa það verkefni á ákveðnum tíma til að standast prófið. Á kvöldin héldu leiðbeinendumir fyrirlestra um ýmislegt tengt hundaþjálfun. Leiðbeinendumir vom þrír og komu frá Englandi. Magnús og Rex stóðust prófið með glans og em nú fullgildir í víðavangsleit, þeir einu frá Reykjavík, austur á firði. Þrisvar sinnum var beðið um aðstoð sveitarinnar vegna fastra bfla. Þetta er orðinn fastur liður í starfsemi sveitarinnar, en óvenjulegt er að allir bflamir skyldu vera innansveitar, en ekki uppi á Kili. Leitir voru óvenju fáar þetta árið, aðeins em skráðar hjá mér þrjár leitir. Ein að rjúpnaskyttu í kringum Þingvelli en hinar tvær vom utan svæðis þar sem Magnús og Rex tóku þátt. Við tókum að okkur að vakta "----- gmnninn á nýja íþróttahúsinu f Ekkert um meðan verið var að grafa uppúr ( aðalfundinn! honum. Snjótroðsla í Haukadal átti að vera eins og áður en sökum snjóleysis var það aðeins hægt tvisvar. Kær kveðja Fyrir hönd Slysavamadeildar Biskupstungna, Ingvi Þorfinnsson VELDU BÍLINN OG VÍS f ii ■» fW' i*l' Allar tryggingar á einum stað ■ í traustu félagi Austurvegi 10- 800 Selfossi - Sími 482 2266 - Fax 482 2836 Litli - Bergþór 31

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.