Litli Bergþór - 01.12.1998, Page 14

Litli Bergþór - 01.12.1998, Page 14
föstudagurinn, 2. október klettasyllan, kastalinn, Jungfrauin, söngurinn, iðnaðarmennirnir, þrautagangan, útsýnið Undir hádegið var lagt í hann til Bernkastel, og voru allir endurnærðir eftir góðan nætursvefn (svona er þetta orðað í ferðasögum). A leiðinni um Móseldalinn var mest áberandi, auk árinnar Mósel, vínviðurinn. Hver einasti skiki lands, í bókstaflegri merkingu, er þama nýttur til ræktunar vínviðar. Ef einhvers staðar var smá klettasylla þá hafði þar verið plantað 5-6 vínviðartrjám. I fljótu bragði verða vinnuaðstæður þarna í hlíðunum að teljast illa viðunandi, á íslenskan mælikvarða. líernkastelhusageröarlist. Gunnar og Stína skoða. Borgin Bernkastel-Kues á sér langa sögu og merkilega, sem ég treysti mér ekki til að rekja hér, enda alger óþarfi þegar hafður er í huga tilgangurinn með þessum skrifum. Það verð ég hinsvegar að segja að sagan helltist yfír okkur þama í formi þess andrúmslofts sem við upplifðum á þessum stað. Þröngar göturnar, bindiverkshúsin og kastalarústimar. Þetta var eins og að ganga inn í gamalt ævintýri. Iðnaðarmennirnir í hópnum urðu fyrir vægri heilabilun. Ojæja, allavega smávægilegu menningarlegu áfalli, þegar þeir litu þá byggingarlist sem þarna hafði tíðkast. Ég fullyrði hér með að, þama hafi þeir áttað sig á því að það er hægt að reisa falleg hús án þess að vinklar, tommustokkar eða hallamál komi mikið við sögu. Ég tel að þeir komi miklu frjálslyndari að þessu leyti til baka og þess muni sjást merki í húsagerð í uppsveitunum á næstu árum. A litlu torgi, sem iðaði af mannlífi og sögu, tróðum við upp fyrsta sinni í ferðinni og það með glæsibrag. Þarna var gefinn tónninn fyrir framhaldið. I fjarska glitti í kastalarústir. Þangað lögðu flestir leið sína. Og leiðin var löng og ströng: í það minnsta 2 km og öll upp á við. Það verður að segjast eins og er, að í það minnsta ég var þeirrar skoðunar á tímabili, og reyndar heyrði ég aðra einnig hafa á því más á leiðinni upp að kastalanum, að þarna hefði ef til vill verið færst of mikið í fang. Hreppsnefndin í Bemkastel-Kues þyrfti að huga að því að koma þarna upp svona nokkurs konar togvíralyftu eins og tíðkast í Ölpunum til að ekki verði gert upp á milli ferðalanga eftir því hvort þeir stunda keppnisíþróttir að staðaldri eða ekki. Hún gleymdist fljótt, þrautagangan, þegar upp var komið. Köstulum var valinn staður með tilliti til þess hve víðsýnt var (þetta er nú speki sem varla er þörf á að hafa mörg orð um). Þessi kastali er engin undantekning. Ef ekki hefði komið til nagandi samviskubit vegna aumingja þjónustustúlkunnar, „Die Bemkastler Jungfrau“, sem stóð og reytti hár sitt yfir þessu vandræðafólki sem þarna helltist yfir hana óundirbúna og krafðist þess að fá að borða, meira að segja úti, þá finnst mér að kastalagangan hafi verið einn af hápunktunum í þessari ferð. Sökum þess hve tímafrek máltíðin í kastalaveitingahúsinu varð, gafst minni tími til að rölta um hjarta bæjarins og njóta andblæs liðinna alda í bland við höfgan ilminn af Kebab og Bratwurst. Þetta gerði samt hver sem betur gat, þó mest þau þrjú sem ekki lögðu í brattann. snitzelin, salatbarinn, knattspyrnuleikurinn Þetta kvöld fór hópurinn á veitingahús að borða. Borðhaldið hófst með salathlaðborði. Það hvarf snarlega í maga, og það þrátt fyrir að einhver teldi sig hafa orðið vara við líf í því. Þá gat fólk valið um 3 tegundir af svínakjöts Schnitzel í aðalrétt: Wienerschnitzel, Jágerschnitzel og einhverja þriðju tegund af Schnitzel. Megin munurinn á þessum þrem tegundum var sósurnar. Um 2% hópsins fengu nautasteik. Svínakjötið snœtt. F.v. Guðjón, Uljur, Hilmar, t Haukur, Linda, Hófí, Tolli, Helga og Perla. Þarna var sem sagt borðað og sungið í kapp við knattspyrnuleik í sjónvarpinu. Segir ekki meira af þessu kvöldi, enda flestir tilbúnir að hvílast eftir fjallgönguna. laugardagurinn, 3. október stundvísin, kirkjurnar, baðhúsin Það var nú bara haldið snemma af stað þennan daginn, því margt var á dagskránni eins og reyndar allan tímann. Islendingar hafa það orð á sér að sveigja fyrirmæli og reglur án þess að hafa svo sem stórar áhyggjur af því. Það bar eðlilega á þessum eðlisþætti í þessari ferð. Þetta gerir þá bara auknar kröfur á útsjónarsemi fararstjórans og sveigjanleika ferðaáætlunarinnar. Það getur þó komið fyrir að seinkun í ferðaáætlun geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, eins og varð þennan dag. Þarna varð alvarlegur árekstur milli hins mikla heraga og reglufestu sem Þjóðverjar hafa tamið sér, en ekki Islendingar. Kem ég að því hér nokkru síðar á þessum degi. Hópurinn hélt nú aftur til Trier, hinnar fomu borgar Rómaveldis. Þar hittum við annan tveggja kórstjóra sem Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.